Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 95

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 95
HUGUR Hvernig Descartes er fornlegur 93 Hvorki í þeim rökum gegn Stóumönnum sem hér hafa verið nefnd, né annars staðar í ritum Plótínosar er því haldið fram að áreiðanleiki, mismunandi aðgangur að veruleikanum, eða nokkrir aðrir þekkingar- fræðilegir eiginleikar skilji að hið sálræna og hið líkamlega. I þessu efni greinir Plótínos sig frá Descartes og fjölda annarra seinni tíma heimspekinga, og jafnvel frá Agústínusi að því marki sem hann heldur fram hinu kartesíanska cogito,26 Raunar er „cogitoið“ ekki að finna hjá Plótínosi. En jafnvel þó þetta sé bæði rétt og mikilsvert, held ég að af því megi ekki draga þá ályktun að tvíhyggja Plótínosar sé óskyld nútíma tvíhyggju. Raunar er ekki til nein ein nútíma tvíhyggja. Til að mynda fallast afar fáir ef nokkrir nútíma heimspekingar á hugmyndir Descartes um tengsl sálar og líkama eins og þær koma fyrir. Ef við lítum til samtímans, þá er hvergi að finna afdráttarlausa tvíhyggju, heldur margvíslegar ástæður til óánægju með efnishyggju. Ástæður nútímamanna til óánægjunnar má yfirleitt rekja aftur til Descartes. En aðeins hluti þeirra er reistur á áreiðanleika hins andlega, sérstæðum aðgangi að því eða öðrum skyldum hugmyndum. Nú á dögum má til að mynda finna heimspekinga sem telja það sérkenni á fyrirbærum á borð við hugsanir og minningar, að þau séu ekki staðsetjanleg í rúmi, og þeir líta á þetta sem ógnun við smættarhyggju og samsemdar- kenningu um sál og líkama, sem heldur því fram að sérhverju sálrænu (andlegu) ástandi samsvari eitthvert líkamlegt ástand.27 Þrátt fyrir ntuninn, er augljós skyldleiki milli þessara síðari röksemda og þeirra röksemda Plótínosar sem við höfum verið að skoða og hvorug þeirra er beint eða óbeint hugsuð út frá sérstökum aðgangi eða áreiðanleika. Þannig hygg ég að ástæður Plótínosar fyrir því að hafna efnishyggju, sem eru að minnsta kosti að hluta til samstofna við Descartes, séu enn við lýði á okkar dögum. IV Oft hefur verið bent á hliðstæður milli heimspeki Descartes og platonisma. í samanburði við flesta skólaspekinga síns tíma eða menn 26 Um hugmyndir heilags Ágústínusar um sálina og rætur þeirra sjá A. C. Lloyd, „Nosce teipsum and Conscientia", Archiv fiir Geschichte der Philosophie 44, [1964], s. 188-200. 27 Sjá Jerome Shaffer, „Could Mental States Be Brain Processes?" í Journal of Pltilosophy 58 (1961), s. 815-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.