Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 8

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 8
6 Kristján Kristjánsson HUGUR I. Hugtakagreining — fyrirmælasiðfrœði Ég hygg að unnt sé að skipta markverðum heimspekilegum spumingum um frelsi í tvo meginflokka. Annars vegar eru spumingar sem varða skilgreiningu hugtaksins: „Hvað er frelsi?“; „Hvenær er maður frjáls?“; „I hvaða skilningi er ein skilgreining frelsis réttari eða betri en önnur?“ Hins vegar em svo spurningar er beinast að frelsinu sem gæðum og því hvert vægi þess eigi að vera í þjóðfélaginu, eða á vissum sviðum, gagnvart ýmsum öðrum stefnumiðum, svo sem jöfnuði, réttlæti, einkaeignarrétti o.s.frv. Fyrri flokkurinn varðar þannig merkingargreiningu, hinn síðari fyrirmœli um hvað rétt sé eða rangt að gera þegar öllu er á botninn hvolft — og það má segja að ég hafi einkum einbeitt mér að fyrri flokknum, afmörkun frelsishug- taksins. Um hinn síðari vil ég fátt eitt segja að þessu sinni; minni einungis á ályktun Olafs Kárasonar: „Án frelsis ekkert líf... Frelsið er kóróna lífsins og verðmætast verðmæta...“3 Slíkt mæla menn einatt þegar þeir hafa verið sviptir því frelsi sem mestu skiptir: sjálfum réttinum til að ganga um sem frjálsir menn í samfélaginu. Ljósvíkingurinn hugsaði svo þegar hann lá í svartholinu eftir að hafa verið dæmdur fyrir „kynferðislega áreitni" við nemanda sinn (eins og það yrði væntanlega orðað nú á dögum!). En þegar minna liggur við erum við oft reiðubúnari að fórna frelsi okkar á einhverju sviði fyrir aðra kosti. Þótt ég láti fyrirmælasiðfræðina að mestu lönd og leið hér þá skiptir merkingargreining frelsishugtaksins einnig töluverðu máli varðandi fyrirmæli: boðin sem við leitum að um það hversu mikið frelsi skuli ríkja á þessu eða hinu sviðinu — og það af tveim ástæðum. ífyrra lagi tjóar vitaskuld ekkert fyrir mig að rífast við þig, Ágúst, um hvort aðila A skuli vera frjálst að gera x eða ekki nema við séum nokkum veginn sammála um það hvað frelsi sé. Ella ganga ræður okkar einfaldlega á misvíxl. í síðara lagi þá er ég ekki afstæðishyggjumaður um gæði í þeim skilningi að ég trúi því að til sé einhver hlutlaus lýsing veruleikans sem við heimfærum síðan gildismat okkar upp á. Mat okkar á góðu og illu er meira en glitskán eða skarnskán sem skafa má af orðunum, og afhjúpa þannig hinn hlutlausa kjarna þeirra; matið er 3 Halldór Laxness, Fegurð himinsins (Reykjavík: Heimskringla, 1940), bls. 187.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.