Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 118
116
Ritfregnir
HUGUR
Platón: Þeœtetus. Þýðandi: Amór Hannibalsson. Reykjavík,
1989.96 bls.
Bókin er þýðing á samnefndri samræðu Platóns sem fjallar einkum um
vandamál á sviði þekkingarfræði, til dæmis hvort þekking sé skynjun, sönn
skoðun, eða sönn rökstudd skoðun. Þar er hin fræga setning Prótagórasar um
að maðurinn sé mælikvarði allra hluta einnig til umræðu. Inn í textann er
skotið millifyrirsögnum til skilningsauka.
Platón, Ríkið. Þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson. Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1991.2. bindi 354 + 408 bls.
Hér er komið í íslenski þýðingu eitt merkasta heimspekirit sem til er, þó ekki
væri nema fyrir það hversu mikil áhrif það hefur haft á aðra hugsuði síðustu
25 aldrirnar. í því rekur Platón hugmyndir sínar í þekkingarfræði, sálarfræði,
skáldskaparfræðum og síðast en ekki síst í stjómmálum. Þýðingu sinni fylgir
Eyjólfur úr hlaði með ítarlegum og yfirgripsmiklum inngangi um Platón og
þau meginstef sem finna má í Ríkinu. Auk þess hefur Eyjólfur unnið mikið af
skýringargreinum og nafnaskrá sem hjálpa lesandanum að halda áttum við
lesturinn.
Paul Ricoeur: Heimsmenning og þjóðmenning. Þýðandi: Þórður
Kristinsson. Reykjavík, 1990. 17 bls.
Hér er um að ræða þýðingu á ritgerðinni „Civilisation universelle et
cultures nationales" sem birtist í bók Ricoeurs, Histoire et vérité,
Paris, Le Seuil, 1964. Ritgerðin var upphaflega þýdd í tilefni af komu
Ricoeurs til íslands í febrúar 1978. Hún var endurskoðuð fyrir birtingu
í tímaritinu Teningi, 4. hefti, maí 1987 og er það sú gerð greinarinnar
sem hér birtist sérprentuð.
Sigurður A. Magnússon, Kristján Ámason, Þorsteinn
Þorsteinsson og Guðmundur J. Guðmundsson (ritstj.): Grikkland
ár og síð. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1991. 440
bls.
Bókin er gefin út að tilhlutan Grikklandsvinafélagsins Hellas í minningu
Sveinbjarnar Egilssonar rektors og Hómersþýðanda sem átti tveggja alda