Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 100

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 100
98 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR Descartes heldur því hvergi fram að óvefengjanleiki sé samkenni allra „cogitationes“. Að hans áliti eru skynjun og ímyndun hluti af honum sjálfum, þ.e. sál hans, vegna þess að einhverskonar skilningur er fólginn í sértækum hugtökum þeirra. En þessir skilningshættir eru óljósir og ruglingslegir segir Descartes, því að þeir tengjast líkamanum. Samkvæmt Descartes sjálfum er skilningurinn einkenni hins andlega, en „intellectus" — sem er viðtekin latnesk þýðing á noesis — er reyndar höfuðeinkenni sálarinnar og hugsunarinnar í heimspeki nýplatonista. Sál mannsins, þ.e. sjálfið, er hugsandi vera. Plótínos lítur til dæmis alltaf á sálina sem veru sem er skilningur eðlis- lægur. Eins og Descartes gerir hann stundum skarpan greinarmun á skilningi (noesis) og öðrum óæðri háttum þekkingar. Annars staðar áréttar hann að skynjun sé einnig tegund skilnings, en óljós. (VI. 7. 7,30) Við þetta má bæta því að Pótínos og Descartes trúðu báðir á meðfæddar hugmyndir: munurinn á tilfallandi hugmyndum og meðfæddum hjá Descartes samsvarar greinarmun Plótínosar á formum sem birtast í hversdagslegri hugsun og formum sem við höfum til að bera í skilningnum, jafnvel þó að við, þ.e. hið hversdagslega sjálf okkar, vitum ekki af því. Niðurstaðan er því sú að margvíslegar hliðstæður séu á milli Plótínosar og Descartes hvað kenningar þeirra um sálina og samband hennar við líkamann áhrærir. Þær geta naumast verið tilviljun. Að öðru ieyti er heildarsýn þeirra Plótínosar og Descartes á veröldina ólík um margt. Til dæmis er dulhyggjuþáttinn í Plótínosi ekki að finna hjá Descartes. Ennfremur aðhyllist Plótínos ekki tvíhyggju nema í afstæðum skilningi. Fyrir honum eru sálin og líkaminn vissulega verufræðilega aðgreind, en þau eru ekki tvær aðgreindar verundir, því að líkaminn er háður sálinni og á endanum er ekkert óháð öðru nema Hið Eina. Það er ekki ljóst hvernig Plótínos hefði svarað spurningunni: Er hægt að hugsa sér sálina og líkamann óháð hvort öðru? Sé átt við sál mannsins er hugsanlegt að svarið yrði játandi, því að líkamar eru háðir alheimssálinni, en ekki hinni mannlegu sál, svo að unnt væri að hafa skýra og greinilega hugmynd um mannssálina óháð líkamlegu eðli, og um hið síðara án mannssálarinnar. En Plótínos hefði ítrekað að hvorki hugmyndina um mannssálina né hugmyndina um líkamann væri hægt að hugsa sér algjörlega óháð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.