Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 112
110
Ritfregnir
HUGUR
René Descartes: Orðræða um aðferð. Þýðandi: Magnús G.
Jónsson. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1991.204 bls.
Bókin er þýðing á upphafsriti nútímaheimspeki, Discours de la méthode, frá
1637, eftir Descartes, þar sem hann lýsir þekkingarleit og þroskaferli sjálfs sín
og leggur drög að þeirri áætlan sinni, að reisa öll vísindi á undirstöðum
öruggrar þekkingar. Þýðingunni fylgja inngangur og skýringar eftir Þorstein
Gylfason.
Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, ritstj: Af líkama og
sál. Reykjavík, útg. af ritstjórum, 1992. 158 bls.
í bókinni eru birtir sex fyrirlestrar sem fluttir voru í Háskólabíó við mikla
aðsókn í ársbyrjun 1992. Þeir eru: „Lífsskoðun efnishyggjumanns" eftir
Guðmund Pétursson líffræðing, „Hugur og heili“ eftir Jón Torfa Jónsson
uppeldisfræðing, „Vísindin eða viljinn?" eftir Alfreð Sturlu Böðvarsson heim-
speking, „Hvernig veistu? Um heimsmynd sálfræðinnar" eftir Sigurð J.
Grétarsson sálfræðing, „Geðlæknisfræði í ljósi hugarheimspeki" eftir Odd
Bjarnason geðlækni og „Líf og sál“ eftir Þorstein Gylfason heimspeking. Á
eftir flestum fyrirlestranna eru síðan tekin saman brot úr umræðum sem áttu
sér stað að lestrunum loknum.
Erasmus frá Rotterdam: Lof heimskunnar. Þýðendur: Arthúr
Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson. Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1990. 213 bls.
Bókin flytur þýðingu á háðsádeilunni Moriœ Encomium sem Erasmus samdi
handa vini sínum Thomas Moore árið 1509. Þar tíundar Heimskan kosti sína
og rekur hverju hún komi til leiðar í mannlífinu, sem væri að hennar mati
ólifandi án hennar. Arthúr Björgvin Bollason ritar inngang og skýringar.
Erlendur Jónsson: Frumhugtök rökfrœðinnar. Reykjavík, útg.
höf., 1992. 270 bls.
Hér er um að ræða nýja útgáfu samnefndrar bókar frá 1985, og er hún
verulega endurskoðuð og breytt. í fyrsta kafla er rætt almennt um rökfræði og
sögu hennar, annar kafli nefnist „Rökfærslur, rökform og gildi“, þriðji
„Lögmál og reglur rökfræðinnar", fjórði „Táknmál setningarökfræði", fimmti
„Sanntöflur og notkun þeirra", sjötti „Táknmál umsagnarökfræði", sjöundi