Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 19

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 19
HUGUR Sendibréf um frelsi 17 að angra hana. Eða segjum að ég hafi notað blek til að skrifa bréfið með sem ég veit að hún hefur ofnæmi fyrir. Samt gætum við ekki sagt að bréfið hafi sem tilboð (þ.e. bónorð) skert frelsi hennar. Það kann hins vegar að hafa skert það sem óvelkomin sending eða sem pappír með ofnœmisvaldandi bleki. Kjarni málsins er þessi: Það er hægt að lýsa „sömu“ aðstæðum á marga vegu og það ræðst iðulega af lýsingu okkar hvort þær teljast hindrun eða ekki. Tökum annað dæmi sem kemur frelsi ekkert við. Hugsum okkur, Ágúst, að ég biðji þig að lesa yfir fyrir mig grein sem ég ætli að senda í Moggann. Þú gerir það og segir svo: „Þetta er alveg hræðilegt!“ Ég spyr: „Hvað er að?“ og svarið er: „Það er svo mikið af prentvillum í henni“. Mér léttir örugg- lega mikið við að vita að það sem þér þótti svona hræðilegt var ekki greinin sem framsetning skoðunar heldur sem handrit með of mörgurn prentvillum. Sjáðu til: Ég neita því ekki að það sem boðið er upp á í tilboðum geti skert frelsi manna en ég neita því að tilboðið sjálft geri það. Það liggur í eðli tilboða að fjölga kostum, ekki fækka þeim: að víkka athafnasvið okkar, hvort sem við kjósum svo á endanum að þiggja boðið eða ekki. Segjum að settur verði upp gapastokkur á Bessastöðum og ferðaskrifstofur taki að auglýsa: „Aftur til fortíðar. Eyddu nótt í gapastokknum." Þiggi ég boðið, til að skynja áþján for- feðra minna, þá gef ég auðvitað ferðaskrifstofunni heimild til að skerða frelsi mitt yfir nótt — en það þýðir ekki að tilboðið um þessa frelsisskerðingu sé sjálft frelsisskerðing! I framhaldi af þessari kenningu, um það hvernig tilboð geti aldrei skert frelsi, reyni ég svo að koma á hreint greinarmuninum á tilboðum og hótunum en hann hefur mjög vafist fyrir mönnum. Heimspekingar velta iðulega fyrir sér dæmum eins og því að þrælahaldari, sem lamið hefur þræl sinn á hverjum degi, segi við hann: „Nú hætti ég að lemja þig á morgun þá og því aðeins að þú gerir x fyrir mig“. Er þetta tilboð eða hótun? Svo setja menn fram flóknar kenningar um það hver markalínan sé: hvort hún byggist á því hverju þrællinn hefði getað búist við í ljósi fyrri reynslu (samkvæmt því þá væri þetta tilboð)14, hverju hann hafi siðferðilegan rétt til að búast við (samkvæmt því 14 Sjá t.d. Feinberg, J., Tlie Moral Limils of the Criminal Law. III: Harm to Self (Oxford: Oxford University Press, 1986), bls. 220-226.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.