Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 92

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 92
90 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR forsenda allra annarra einkenna hans.21 Þannig er fyrirfram útilokað að líkamar geti haft ólíkamleg einkenni. Ef Plótínos getur nú bent á eitthvað sem hvorki hefur né gerir ráð fyrir rúmtaki — og mæli- kvarðinn er þá deilanleikinn — þá dregur hann þá ályktun að sú vera sé hvorki líkami né eiginleiki líkama.22 Og þar sem sálin virðist hafa til að bera eiginleika sem hafa ekki þessi einkenni, þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að sálin sé ekki líkami. En snúum okkur aftur að rökum Plótínosar. Snið rökfærslna hans er á þessa leið: Allir efnislegir hlutir og allir líkamlegir eiginleikar eru F. Sálin er ekki F. Þess vegna er sálin hvorki efnislegur hlutur né líkamlegur eiginleiki. Þessi rökfærsla er í sjálfu sér ekkert ný. Aðrir heimspekingar höfðu fært rök með sama sniði gegn efnishyggju á undan Plótínosi. En það sem er frumlegt hjá Plótínosi, eru hinir einstöku liðir rökfærslunnar og hvernig Plótínos finnur þá út. Við skulum nú athuga þetta nánar hér á eftir. III Eins og menn vita fjölluðu margir grískir heimspekingar fyrir daga Plótínosar um eðli sálarinnar og tengsl hennar við líkamann. Sumir þeirra, einkum atómistarnir, Demókrítos, Epíkúros og fylgismenn hans, héldu því fram að sálin væri gerð úr afar fínlegu og léttu líkam- legu efni. Aðrir, einkum Aristóteles og sporgöngumenn hans, töldu að ekki væri hægt að leggja sálina að jöfnu við einhver tiltekin efni í líkamanum og að tengslin milli sálar og líkama væru dæmi um tengsl forms og efnis. Enn aðrir, og þá sérstaklega Platon, töldu að sálin væri annars konar vera en líkaminn og aðgreind frá honum. Nútímaheim- spekingar virðast ekki að neinu marki hafa sett fornar skoðanir á þessum málum í samband við umræðuna um tengsl líkama og sálar í þeirri mynd sem hún hefur tekið á sig eftir daga Descartes. Samkvæmt 21 Sjá Höfufiþœtti Iteimspekinnar — Principia Philosophiae, I, 53. 22 Á svipuðum forsendum skildi Descartes aldrei almennilega þær efasemdir sem sumir af gagnrýnendum hans höfðu um hvort hann hefði útilokað þann möguleika að sálin væri eiginleiki líkamans. Descartcs hélt að þar sem hann hefði bent á tvo aðgreinda eiginleika, sem hvor um sig væri heill og óskiptur, þá væri það heimsku- legt og órökrétt að halda því fram að þeir gætu samt sem áður tilheyrt sömu verund. Sjá „Athugasemdir við stcfnuskrá", (H. S. Haldane og G. R. T. Ross, Tlte Philosophical Works of Descartes, 2 bindi (Cambridge 1955), I, s. 334-338) og „Svar við fjórðu andmælum“ (Haldane og Ross, II, 99-100).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.