Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 88

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 88
86 Eyjólfur Kjalar Emilsson HUGUR hvað margbrotið er skynjað gegnum eitt skilningarvit, til dæmis andlit. Því að það er ekki einn hlutur sem skynjar nefið og annar augun, heldur hið sama sem skynjar þetta allt saman. Og ef eitt tiltekið atriði er skynjað gegnum augun og annað gegnum eyrun, þá verður það að vera eitthvað eitt sem hvort tveggja hafnar að lokum í. (IV. 7. 7, 3-10) Plótínos tekur nú dæmi af hring eins og Alexander og heldur því fram að allar skynreyndir (aísþemata) hljóti að enda í einhverju sem sé „að sönnu eitt“. Síðan beinir hann spjótum sínum að nýju gegn Stóumönnum og segir að það sem öll skynjun lendi í á endanum geti ekki haft rúmtak. Hann segir: ...ef þetta hefði rúmtak og skynjanirnar höfnuðu á sitt hvorum enda línu, þá verða þær að koma saman í einum og sama punktinum eins og áður, til dæmis í miðjunni, því að annars hefði hver punktur sína eigin skynjun, á sama hátt og ég skynja einn hlut og þú annan. Og ef um er að ræða eina skynreynd, til dæmis andlit, þá hlýtur annað tveggja að verða að eiga sér stað. (a) Það dregst saman í punkt sem hefur enga hluta. Þetta virðist raunar vera raunin því að það dregst þegar saman í augunum sjálfum; hvernig væri annars hægt að sjá stóra hluti með augunum? Þess heldur verður þá það sem nær til stjómhluta sálarinnar eins og rúmtakslaust viðfang hugsunar (amere noemata). (b) Skynreyndin er stærð og þess vegna yrði það sem skynjar að greinast í hluta ásamt henni, þannig að hver hluti þess skynjaði sinn hluta við- fangsins og ekkert í okkur skynjaði það í heild. (IV. 7. 6. 19-26) Plótínos færir einnig svipuð rök út frá skynjun sársauka (IV. 2. 2; IV. 7. 7; IV. 4. 1). Væri sálin efnislegur hlutur, myndi aðeins sá hluti sálarinnar sem er í hinum þjáða líkamshluta skynja sársaukann, en það fær ekki staðist. Sama veran skynjar sársauka í tá og fingri. Að öðrum kosti, ef gert væri ráð fyrir einhvers konar flutningi boða til miðstöðvar sálarlífsins, væri óútskýrt hvernig við fyndum sársaukann í þeim líkamshluta sem fyrir áreitinu varð. Auk þess mundi ráðgátan um einingu skynjandans vakna aftur í sambandi við miðstöð sem sjálf væri líkami. Plótínos telur því að ókleift sé að gera fullnægjandi grein fyrir einingu skynjunarinnar með kenningum sem fela í sér að sálin sé einhvers konar líkami. Plótínos og Stóumenn eru á einu máli um að það sé sálin (eða einhver sálargáfa) sem skynji. En þeir eru ósammála um hvað sálin sé. Stóumenn telja sálina efnislega, og hugsun Plótínosar er sú að eining skynjandans sýni að það í okkur sem skynjar geti ekki verið efnislegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.