Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 10
8 Kristján Kristjánsson HUGUR var mjög vinsæl á 5. og 6. áratug aldarinnar og átti upptök sín í Oxford. Samkvæmt henni er tilgangur allrar marktækrar heimspeki að afhjúpa rökgerð og blæbrigði hversdagslegrar umræðu. Spurningin „Hvað er frelsi?“ verður þannig á endanum sama spuming og „Hvað segir fólk að frelsi sé?“, a.m.k. þegar það hefur fengið að hugsa sinn gang um hríð.4 Hængurinn er auðvitað sá að fólk gefur ekki nákvæmlega sömu svör við slíkum spumingum, ekki einu sinni innan sama málsvæðis, hvað þá á ólíkum stöðum og ólíkum tímum. Galli þessara tveggja aðferða við merkingargreiningu er því sá að útkoman verður annað tveggja: persónuleg yfirlýsing um að maður sé sammála einhverri kenningu um hvernig vel færi á að nota við- komandi orð (óháð því hvernig það er notað í raun) eða þá óbrotin lýsing á málnotkun manna í ákveðnu samfélagi: einhvers konar mál- fræði. Ég er hins vegar sannfærður um að merkingargreining siðferð- ishugtaka sé mjög mikilvæg fyrir viðgang siðfræðinnar og að hana megi stunda með aðferð sem er í senn gagnrýnin — heimspekileg — og býsna trú daglegri málnotkun. Hún er í sem fæstum orðum sú að skyggnast eftir tilganginum sem viðkomandi hugtak þjónar í mannlífinu, spyrja hvort og þá hvers vegna það sé nauðsynlegt og á hvem hátt það greinist í raun (eða ætti að greinast ef við viljum vera sjálfum okkur samkvæm) frá skyldum hugtökum en með örlítið aðra merkingu. Sama aðferð hlýtur raunar að gilda við skilgreiningu flestra hvers- dagslegra reyndarhugtaka. Ef okkur er t.d. boðið að skilgreina hug- takið borð þá leitum við að tilganginum sem borð þjóna í lífi okkar. Rekumst við á skilgreiningu sem er svo víð að hún innibindi bæði borð og rúm þá bendum við viðkomandi á að noti hann orðið „borð“ á þennan hátt fyrirgeri hann kostinum á að greina þau húsgögn sem við leggjum diskana okkar á þegar við borðum frá hinum sem við sofum í á næturnar. Rekumst við hins vegar á skilgreiningu sem aðeins leyfir að borð séu fjórfætt bendum við á að hún sé handahófskennd miðað við það hlutverk sem borðum er ætlað. Því geta þau ekki alveg eins verið þrífætt? Þannig beitum við vissri útilokunaraðferð: Við fikrum okkur nær hinni réttu skilgreiningu með því að leiða frant ólíkar 4 Helstu talsmenn þessarar hversdagsmálsspeki voru þeir Ryle og Austin: sjá t.d. Austin, J. L„ „A Plea for Excuses" og Ryle, G„ „Ordinary Language", báðar endurpr. í Chappell, V. C. (ritstj.), Orclinary Language (Englewood Cliffs: Prentice-Hall, 1964).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.