Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 21

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 21
HUGUR 5. ÁR, 1992 s. 19-37 Samtal við Karl Popper Karl Popper og Bryan Magee ræðast við1 Karl Popper fœddist í Vínarborg árið 1902 og átti þar heima fram á fertugsaldur. Hann var aldrei í Vínarhringnum; enda þótt áhugamál hans vœru flest þau sömu og þeirra þá var hann ósammála kenningum þeirra. Það mœtti nœstum því segja aðfyrsta bókin hans, Logik der Forschung — sem þýðir bókstaflega Rökfræði vísindalegrar rannsóknar — hafi verið skrifuð gegn Vínarhringnum. Þótt hún kœmi út haustið 1934 birtist hún því miður ekki í enskri útgáfu fyrr en aldarfjórðungi síðar (undir heitinu The Logic of Scientific Discoveryj. Mér er nœr að halda að heimspeki heillar kynslóðar í Englandi kynni að hafa orðið öðruvísi efbókin hefði birst hérfyrr. 1 Samtal það milli vísindaheimspekingsins Karls Poppers og Bryans Magees sem hér birtist fór fram í Breska ríkisútvarpinu veturinn 1970-71. Er það eitt af þeim samtölum sem Magee átti þennan vetur við tólf breska heimspekinga, auk Poppers, þar á meðal Alfred Ayer, Gilbert Ryle, Peter Strawson, Stuart Hampshire og Bernhard Williams. Samtölin komu út á prenti skömmu eftir að þau voru flutt undir heitinu Modern British Philosophy (London: Secker & Warberg, 1971). — Rétt er að geta þess að Bryan Magee, sem er menntaður í heimspeki, hefur skrifað ágæta bók um heimspeki Poppers sem kom út í bókaflokknum Modern Masters. Þá hefur hann líka átt opinberar samræður við fleiri heimspekinga úr hinum ensku- mælandi heimi. Veturinn 1978 átti hann fimmtán samtöl og jafnmörg 1987. Báðum þessum samtalaröðum var sjónvarpað. Úr þeim urðu síðan bækurnar Men ofldeas (London: BBC, 1978) og The Great Philosophers (London: BBC, 1987). Eftirfarandi fróðleikur er til viðbótar þeirri kynningu á Popper scnt kemur fram hjá Magee áður en samtal þeirra hefst. — Meðal almennings mun Popper þekktastur sem óvæginn gagnrýnandi marxismans og annarra kenninga sem þykjast hafa höndlað Stórasannleik um manninn og veröldina og má þar nefna sálgreiningu Freuds og þráttarhyggju Hegels. Er Popper býsna óvinsæll meðal fylgismanna kreddna af þessu tæi og ftnna þeir honum flest til foráttu. — Vínarhringurinn sem nefndur er í innganginum að samtalinu var samtök vísindalega sinnaðra heim- spekinga í tengslum við háskólann í Vínarborg. Eru samtök þessi sérstaklega tengd nafni Moritz Schlicks (1882-1936) sem var aðalhvatamaðurinn að stofnun þeirra. Þau störfuðu á þriðja og fjórða áratugnum, gáfu út tímarit, bækur og héldu ráðstefnur, en leystust upp þegar nasistar náðu völdum í Austurríki. Sumir félaganna fluttu til Bandaríkjanna og höfðu mikil áhrif á þróun heimspeki þar í landi, t.d. Rudolf Camap (1891-1970). Heimspekingamir í Vínarhringnum héldu fram kenningu sem þeir kölluðu logical positivism og hefur fengið á íslensku nafnið rökfrœðileg raunspeki. Meginhugmynd þessarar speki er sú að allt sem hægt er að segja af viti og hefur merkingu sé annað hvort stærðfræðilegs eða rök- fræðilegs eðlis, ellegar þá raunvísindalegs eðlis; þ.e.a.s. staðhæfingar um sann- reynanleg fyrirbæri, staðreyndir. Samkvæmt raunspekinni eru því t.a.nt. frumspeki og siðfræði merkingarlaus vaðall, þvættingur. Popper var frá upphafi eindreginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.