Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 7

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 7
HUGUR 5. ÁR, 1992 s. 5-18 Kristján Kristjánsson Sendibréf um frelsi Akureyri, annan í hvítasunnu 1992 Ágæti Ágúst Hjörtur! Þú baðst mig um daginn að leggja tímaritinu okkar eitthvað til um stjórnmálaheimspeki. Það færi víst illa á því að skorast undan slíkri ósk enda hef ég sinnt rannsóknum á þessu sviði undanfarin fimm ár. Doktorsritgerð mín var um frelsishugtakið;1 og eftir að ég varði hana hef ég prjónað áfram ýmislegt sem þar er fitjað upp á. Afleiðingin er m.a. nokkrar ritgerðir sem birtast í erlendum heimspekitímaritum á þessu ári.2 Mér flaug fyrst í hug að snúa einhverri þessara ritsmíða á íslensku með viðeigandi tæknilegri smásmygli og formhengilshætti. En eftir á að hyggja taldi ég það þarfleysu: Ritgerðirnar eru aðgengilegar hverjum fróðleiksfúsum lesanda Hugar sem nálgast vill; og þeir eru ugglaust flestir vel læsir á enska tungu. Nær væri, þótti mér, að gefa hér einhvers konar ávæningssögu af þessum skrifum öllum og öðrum hugleiðingum mínum um frelsi. Það léði mér líka kost á að skyggnast um í ýmsar áttir með ögn ófonnlegri hætti en viðgengst í heldri tíma- ritum (þ.á.m. þessu!) sem alla jafna eru nokkuð harðgreip um fram- setningu efnis. Því ákvað ég, Ágúst, að skrifa þér og þar með lesendum Hugar þetta bréf. 1 Freedom as a Moral Concept (University of St. Andrews, 1990), ópr. 2 „Freedom, Offers, and Obstacles", American Pliilosophical Quarterly, 29 (1), 1992; ,,‘Constraining Freedom’ and ‘Exercising Power Over’“, International Journal of Moral and Social Studies, 1 (2), 1992; „Social Freedom and the Test of Moral Rcsponsibility", Ethics, 103 (1), 1992; „For a Concept of Negative Liberty - but which ConceptionT', Journal of Applied Philosopliy, 9 (2), 1992; „What is Wrong with Positive Liberty?", Social Theory and Practice, 18 (3) (1992; væntanlegt). Sumt af efni þessa bréfs bar einnig á góma í opinberunr fyrirlestri mínum á vegum Rannsóknarstofnunar í siðfræði, „Urn siðlega ábyrgð“, Háskóla íslands, jan. 1991, ópr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.