Hugur - 01.01.1992, Síða 7
HUGUR 5. ÁR, 1992
s. 5-18
Kristján Kristjánsson
Sendibréf um frelsi
Akureyri, annan í hvítasunnu 1992
Ágæti Ágúst Hjörtur!
Þú baðst mig um daginn að leggja tímaritinu okkar eitthvað til um
stjórnmálaheimspeki. Það færi víst illa á því að skorast undan slíkri
ósk enda hef ég sinnt rannsóknum á þessu sviði undanfarin fimm ár.
Doktorsritgerð mín var um frelsishugtakið;1 og eftir að ég varði hana
hef ég prjónað áfram ýmislegt sem þar er fitjað upp á. Afleiðingin er
m.a. nokkrar ritgerðir sem birtast í erlendum heimspekitímaritum á
þessu ári.2
Mér flaug fyrst í hug að snúa einhverri þessara ritsmíða á íslensku
með viðeigandi tæknilegri smásmygli og formhengilshætti. En eftir á
að hyggja taldi ég það þarfleysu: Ritgerðirnar eru aðgengilegar
hverjum fróðleiksfúsum lesanda Hugar sem nálgast vill; og þeir eru
ugglaust flestir vel læsir á enska tungu. Nær væri, þótti mér, að gefa
hér einhvers konar ávæningssögu af þessum skrifum öllum og öðrum
hugleiðingum mínum um frelsi. Það léði mér líka kost á að skyggnast
um í ýmsar áttir með ögn ófonnlegri hætti en viðgengst í heldri tíma-
ritum (þ.á.m. þessu!) sem alla jafna eru nokkuð harðgreip um fram-
setningu efnis. Því ákvað ég, Ágúst, að skrifa þér og þar með
lesendum Hugar þetta bréf.
1 Freedom as a Moral Concept (University of St. Andrews, 1990), ópr.
2 „Freedom, Offers, and Obstacles", American Pliilosophical Quarterly, 29 (1),
1992; ,,‘Constraining Freedom’ and ‘Exercising Power Over’“, International
Journal of Moral and Social Studies, 1 (2), 1992; „Social Freedom and the Test of
Moral Rcsponsibility", Ethics, 103 (1), 1992; „For a Concept of Negative Liberty -
but which ConceptionT', Journal of Applied Philosopliy, 9 (2), 1992; „What is
Wrong with Positive Liberty?", Social Theory and Practice, 18 (3) (1992;
væntanlegt). Sumt af efni þessa bréfs bar einnig á góma í opinberunr fyrirlestri
mínum á vegum Rannsóknarstofnunar í siðfræði, „Urn siðlega ábyrgð“, Háskóla
íslands, jan. 1991, ópr.