Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 76
74 Kristján Kristjánsson HUGUR Sagt er að það séu forréttindi flóarinnar að ferðast á baki hundsins. Við sem hér sitjum erum sjálfsagt flest sæl í þeirri vissu að aðrar greinar séu ekki nema flær sem ferðist á baki heimspekinnar. Svo hafi það ætíð verið og verði jafnan. En ef við ætlum að skapa heim- spekinni raunverulegt hlutgengi í skólakerfinu þurfum við að gera okkur upp meira lítillæti og sættast á að heimspekinni sé komið fyrir sem fló á baki heimahundanna: hinna hefðbundnu námsgreina. Það er ekki rúm fyrir mikið fleiri rakka á skólahlaðinu nú um sinn; enda skiptir í sjálfu sér minnstu hver ferðast á baki hvers. Mestu varðar að samlífið verði árangursríkt, að hin nýja heimspekilega hugsun komi nemendum raunverulega til góða. Mér er engin launung á því að sú grein sem ég hygg að væri mestur akkur í heimspekilegu samlífi nú um stundir sé íslenskan: móður- málskennslan. Ég ræð þetta af ýmsum sólarmerkjum, sumum persónulegum, öðrum almennari. Hyggjum að nokkrum. Heimspeki nýtur mikils brautargengis við Menntaskólann á Akureyri, sumpart vegna almenns heimspekiáhuga norðan heiða, sumpart vegna frekju okkar Guðmundar Heiðars Frímannssonar sem beitt höfum til þess slyngum hnykkjum og klókum vélabrögðum að gera hlut hennar sem mestan. Á þeim árum sem ég kenndi við M.A. las ég yfir hundruð ritgerða nemenda um margvísleg heimspekileg efni: allt frá skrúfstiga endurfæðinga í Hindúisma til tilvistarstefnu Sartres. Margar ritgerðirnar voru ágætar, sumar frábærar. Að baki allra lá mikil vinna. Ég einsetti mér að gera höfundum það virðingar- mark að fara yfir ritsmíðar þeirra á sómasamlegan hátt. Því sat ég við það löngum stundum að skrifa athugasemdir upp á 2-4 vélritaðar síður við hvert ritverk. Þetta er eitthvert þakklátasta starf sem ég hef unnið; og það sem mér kom mest á óvart var að þakklátssemi nemenda stóð einatt í réttu hlutfalli við lengd og hatremmi gagnrýninnar sem þeir fengu. Því rifja ég þetta upp að mér var oft harla óljóst við vinnu mína hvort gagnrýnisatriðin snertu málfar eða merkingu. Var ég að fara yfir ritgerðirnar sem íslenskukennari eða heimspekingur? Við þeirri spumingu er ekkert skynsamlegt svar til nema „hvort tveggja“ — sem þó er ekki nema hálfsannleikur því að þarna er naumast um tvö hlutverk að ræða heldur eitt. Við slíkan lestur reynir maður að fikra sig eftir heilli brú ritgerðar og reki maður fótinn niður úr er ástæðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.