Hugur - 01.01.1992, Side 103
HUGUR
Ritdómur
101
Sígild rúmfræði kom fram í menningarheimi Fom-Grikkja þar sem hún var
skrásett í Frumþáttum Evklíðs, varðveitt og þróuð af Aröbum og endurlífguð
á endurreisnartímanum á Vesturlöndum.2 Rúmfræði Evklíðs, sem byggðist á
frumsetningum (frumsendum) og strangri afleiðslu (útleiðslu), hélt velli þótt
aðrir hlutar vestrænnar heimsmyndar tækju stakkaskiptum í vísindabyltingu
16. og 17. aldar sem hófst með sólmiðjukenningu Kópemíkusar og lauk með
aflfræði Newtons og uppgötvun diffur- og tegurreiknings.
Flatarmyndafræði Evklíðs varð hornsteinn í þekkingarfræði 18. aldar
heimspekingsins Immanuels Kant og einnig máttarstólpi í þeirri heimssýn
Englendinga sem kennd hefur verið við náttúrlega guðfræði. Þar var staða
drottins í veröldinni rökstudd með því að benda á að guð skildi eftir sig verks-
ummerki á jarðkringlunni. Haganleg gerð augans var ljóst dæmi um hand-
bragð skaparans. Fullkomin og óbreytanleg sannindi rúmfræðinnar sem lýstu
ytri veruleika vom einnig verk guðs. Þróunarkenning Darwins kippti að hluta
til stoðunum undan þessari heimssýn og róttækar nýjungar á vettvangi rúm-
fræði, það er óevklíðsk rúmfræði og ofanvarpsrúmfræði sem síðar verður
vikið að, veiktu stoðimar einnig.
Nýja rúmfræðin olli töluverðum usla í menntamálum á Englandi vegna
þess að náttúrleg guðfræði gegndi þar lykilhlutverki. Nýja rúmfræðin ógnaði
auk þess einokunaraðstöðu evklíðskrar rúmfræði sem var notuð á efri skóla-
stigum til að þjálfa skýra hugsun og veita nemendum haldgott vegamesti fyrir
lífsbaráttuna. A háskólastigi átti ekki að þjálfa atvinnumenn í vísindum og
tækni heldur veita alhliða menntun og þroska mönnum sem síðar yrðu annað-
hvort hefðannenn eða legðu fyrir sig guðfræði, læknisfræði, lögfræði, stjóm-
mál eða viðskipti.
Nú kom hins vegar í ljós að sígild rúmfræði var einungis ein gerð rúmfræði
og ekki einber stóri sannleikur. Afstæðishyggjan sem fylgdi í kjölfarið kastaði
rýrð á sígilda rúmfræði sem óvéfengjanlegan mælikvarða skýrrar hugsunar.
Enda var svo komið um seinustu aldamót að rúmfræði Evklíðs hafði verið velt
af stalli og í stað einsleits menningarheims 19. aldar var kominn margleitur
heimur atvinnumanna sem kærðu sig kollótta um heildstæð sjónarmið svo
framarlega sem þeim yrði vel ágengt í rannsóknum á þröngu sérsviði sínu.
Ströng raunvísindahyggja 19. aldar var fylgifiskur iðnvæðingar, útþenslu
þjóðríkja, eflingar háskóla, tilkomu rannsóknarstofa og sívaxandi atvinnu-
mennsku í vísindum. Þessi hugmyndafræði fól í sér að traustasta uppspretta
mannlegrar þekkingar væri í reynsluheiminum sem nálgast mætti með
athugunum og tilraunum á sviði eðlisfræði, efnafræði, lífeðlisfræði, náttúru-
fræði og stjömufræði. Samkvæmt þessari heimssýn töldu margir að ekki væru
2 Jolin E. Murdoch: „Euclid: Transmission of the Elements", Dictionary ofScientific
Biography 4, 1971, bls. 437-459.