Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 46

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 46
284 BÚNA.ÐARRIT leiðir eiga til kaupstaða. Frá einu búnaðarfélagi (Staðar- hrepps í Húnavatnssýslu) heflr komið til stjórnarnéfndar- innar tillaga um, að kornforðamálið verði tekið til með- ferðar á búnaðarþingi i sumar, og þar óskað breytinga á kornforðabúralögunum og bjargráðasjóðslögunum. Og úr Þingeyjarsýslu heflr komið erindi um innlendan fóður- bæti. Mun vera von á tillögum í þessa átt víðar að. Munu þær tillögur, sem komnar eru og koma kunna, verða lagðar fyrir búnaðarþing. Væntum vér að þær verði teknar þar til meðferðar. Ástæðu teljum vér vera til, að búnaðarþingið beindi áskorun til alþingis eða lands- stjórnarinnar um það, að í haust verði haft öflugt eftir- lit með heyásetningu, svo að ekki sé lagt í neina tvísýnu með það, að nóg fóður sé til í harðasta vetri handa skepn- um þeim, sem á verða settar, því að voðinn, ef fóður- skortur verður, er nú, í samgönguteppunni og dýrtíðinni á öllum aðfengnum fóðurtegundum, margfalt meiri en vant er, þó að alt af sé hann mikill og ægilegur. Ostagerð. í fundarskýrslum félagsins undaníarin ár og aðalfundarskýrslunni þetta ár er minst á gráðaostagerð Jóns Guðmundssonar á Þorfinnsstöðum og afskifti bún- aðarfélagsins af því máli. Síðan heflr félagið fengið skýrslu frá Jóni um það, hvernig málið nú horfir við. Teiur hann nú svo langt komið, að óhætt sé að hefjast handa um ostagerð þessa í stærri stíl, þar sem osturinn er nú orðinn nokkuð kunnur erlendis og álitleg tilboð komin þaðan um kaup á honum. Hefir Jón í huga að koma upp all- stóru ostagerðarbúi, sem geti veitt kenslu einum 5 mönn- um á ári, og ætlar hann að sækja til alþingis í sumar um lán úr viðlagasjóði, alt að 10,000 kr., til bygginga og áhaldakaupa. Hyggur hann búið geta borið sig án annarar hjáipar, nema ef ástæða þætti til að veita nem- öndum einhvern námsstyrk. Jón hefir beiðst meðmæia búnaðarfélagsins með lánbeiðni sinni. Erindi hans verður lagt fyrir búnaðarþingið,og lætur stjórnarnefndin því fylgja eindregin meðmæli sín.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.