Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 82

Búnaðarrit - 01.10.1917, Page 82
320 BÚNAÐARRIT dráttarvélar liai'a nú um nokkurt skeið verið notaðar til slíkra starfa i Ameríku og hafa lluzt þaðan til Norður- landa; ná þær sívaxandi útbreiðslu og þykja vel gefast. Enginn vafi getur á því leikið, að verkefni er hér ærið fyrir slíkar vélar, og ekki sízt í sambandi við áveiturnar, ef tekist gæti fyrst og fremst að fá þessar vélar sjálfar af hentugri gerð, og síðan eða jafnframt verkfæri, sem þeim henta. Verkefni slíkra dráttarvéla hér búumst vér við að geti orðið einkum þessi: Púfnasléttun bæði á lúnum og engjum, skurðagröftur, flóðgarðagerð, vegavinna. í sambandi við verkefni dráttarvélanna við þúfnasléttun má benda á það, að sú skoðun mun nú orðin almennari en áður, að tryggasta sléttunaraðferðin muni verða sú, að Pyggj3 upþgræðslu hins sléltaða lands sem mest á liinum upphaílega gróðri. Petta er gert til fulls með þaksléttu- aðferðinni, en hún er of dýr og seinfær. Við venjulega plægingu verður ekki hjá því komist, að kæfa mikið — eða mestan hluta — af hinum uppliaflega gróðri, og vinsla sléttunnar og uppgræðsla gengur of seint. Flagsléttur þarf að vinna íljótt, og á þann hátt, að sem allra minst sé eyði- lagt af grasrótinni. Til þess þarf sterk og skjótvirk sérstök verkfæri; mundi þar lientugt verkefni fyrir dráttarvélar. Skurðagröft teljum vér svo sjálfsagt verkefni fyrir drátlar- vélar, að ekki þurfi að Ijölyrða um það atriði. Um sléttun engja er það að segja, að víða mundi mega koma við dráttarvélum til þeirra starfa. Engjar, og það jafnvel áveituengjar, eru viða þýfðar að meira eða minna leyti, og viða liagar svo til, að þó að áveiluvatn sé nægilegt og allgott, sléttast áveitulöndin afar-seint, og sumstaðar ef til vill aldrei til fulls, að eins með áveitunni. En það er auðsætt nú orðið, að áveilulöndin þurfa ekki að eins að verða grasgefin, lieldur einnig slétt og fær fyrir heyvinnu- vélar. Bygging Ilóðgarða er dýrt verk, en sem vinnast þarf sam- tímis eða eigi síðar en sjálfir áveituskurðirnir. Er hætt við

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.