Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 17
BTÍNAÐARRIT
11
Skálakerfið hefir þann kost í för með sjer, að skil-
vindurnar verða aflsparar, og sama er að segja um
hringþynnukerfið, en bæði kerfin hafa þann galla, að
slím, ostagnir eða óhreinindi stífla all-oft mjólkurrensl-
ið, og ber einkum á þessu sje mjólkin súr. Þessum
galla ber minna á 1 sogpelakerfinu ameríska, og enn
minna ber á honum í jafnvægisbolla-kerfinu í „Alex-
andra" skilvindunni dönsku.
Umsögn dómenda um skilvindur þær, sem reyndar
voru, er sem hjer segir:
„Alfci-Lavalu (Viola 3), sýnd og seld af Sambandi
ísl. samvinnufjelaga. — Skilvindan er sterkleg
og vel gerð. Hún skilur 60—65 lítra á kl.st., en það er
lítið eitt minna en gefið er upp frá verksmiðjunni.
Snúningshraði sveifarinnar er um 60 umferðir á mínútu.
Hraðinn er því hæfilegur, enda er skilvindan mjög snún-
ingsljett. — í skilvindunni er innilukt, keilulagað skála-
kerfi. Hún er því nokkuð margbrotin, og þess vegna
fremur seinlegt að hreinsa hana. Gangurinn er jafn og
hljóðlítill, og að eins borið á skilvinduna á einum stað,
með sjálfvirkum dropabolla. Skilvindan skilur lítið eftir
af feiti í mjólkinni, eins og feitikönnunar-taflan ber með
sjer. — Verðið er Kr. 205,00.
„Dahlia“, sýnd og seld af Kr. Ó. Skagfjörð í
Reykjavik. — Skilvindan er sterkleg og vel gerð, og
borið á hana á einum stað með dropabolla. Hún skilur
90 lítra á kl.st. eða jafn-mikið og til er tekið frá verk-
smiðjunni. Skiivindan er með keilulöguðu inniluktu
skálakerfi, er því nokkuð margbrotin og þess vegna sein-
legt að hreinsa hana. Snúningshraði sveifarinnar er um
60 umferðir á mínútu. Skilvindan nær vel feitinni úr
mjólkinni, eins og feitíkönnunar-taflan sýnir. Skilvindan