Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 18
12
BTÍNAÐARRIT
er snúningsljett og gangur hennar hljóðlítill og jafn. —
Útsöluverð er Kr. 170,00.
„Diabolo“ (Nr. 1). Smíðuð hjá A.-B. Seperator í Stock-
hólmi. Seld hjá H. Benediktssyni í Reykjavík. —
Skilvindan er vel gerð og sterkleg, en tafsamt er að
bera á hana, sökum þess, að olíugötin eru 6, sum þeirra
eru opin, en önnur sjálflukt. Skilvindan skilur 118 lítra
á kl.st., en það er lítið eitt minna en geflð er upp frá
verksmiðjunni. Snúningshraði sveifarinnar eru 70 um-
ferðir á mínútu, og er því dálítið þreytandi að snúa
skilvindunni til lengdar, þótt hún geti talist snúnings-
Ijett, samanborið við skilmagnið. Skilvindan er meö
inniluktu hringþynnukerfl, er því all-seinlegt að hreinsa
hana og setja saman, svo vel íari. Gangurinn er hljóð-
lítill og stöðugur, og skilvindan nær fremur vel feitinni
úr mjólkinni. — Útsöluverð er Kr. 185,00.
„Fram“, sýnd og seld af Kr. Ó. Skagfjörð í
Reykjavík. — Skilvindan er vel gerð og sterkleg. í skil-
vindunni er hringþynnukerfi, sem seinlegt er að hreinsa
og setja saman, og tafsamt er að bera á hana, því olíu-
götin eru 7 og ólukt, svo hætt er við að óhreinindi
setjist að þeim. Skilvindan skilur 133 lítra á kl.st., eða
nokkuð meira en tiltekið er frá verksmiðjunni. Snún-
ingshraði sveifarinnar er 70 umferðir á mínútu, og er
því all-þreytandi að snúa henni til lengdar, þótt skil-
vindan megi heita snúningsljett, eftir skilmagni. Skilvind-
an nær feitinni fremur vel úr mjólkinni, eins og sjá má
á feitikönnunar-töflunni. — Útsöluverðið er Kr. 185,00.
„Sharples“ (Nr. 2), sýnd og seld af verslun Jóns
Þórðarsonar i Reykjavík. — Skilvindan er sterkleg
og gerðin einföld. í henni er hið óbrotna sogpelakerfi,
sem auðvelt er að hreinsa. Skilvindan skilur 132 lítra