Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 35
BÚNAÐARRIT
29
eins og vjelin er nú gerð, virðist hún ekki geta leyst
það verk á viðunandi hátt.
Eftir að hætt var að dæla, stóð stakkurinn enn í 2
sólarhringa, og fór hitinn vaxandi, og var alt upp í
67° þegar stakkurinn var roflnn 25. júlí. Var heyið þá
mikið skemt, sumt svart-ornað, sumt myglað, sumt
brún-ornað, en sumt mikið til hrátt, og þó lítill hluti
þess þannig.
Rovkjavik, 2. ágúst 1921.
M. Stefánsson. J. Jónatansson.
XI. Ýmsir mnnir.
Auk þess, sem nú hefir verið talið, voru eftirtaldir
munir á sýningunni, sem eigi heyra undir neinn af fyr-
greindum flokkum, en þykir rjett að tilgreina — þó
íiefir eigi farið neinn dómur fram um notagildi þeirra.
Sprengiefni.
Norskt fjelag, „A/S Norsk Sprængstofindus-
trie“, sýndi á búsáhaldasýningunni ýmsan sprengiefna-
tilbúning. ásamt fleiru. Fjelagið sendi einnig nokkuð af
sprengiefnum til reynslu hjer, og fór sú reynsla fram
að nokkru sýningardagana, og að lokum á Vífilsstöðum
eftir sýninguna. Dálitlu af sprengiefni var útbýtt meðal
sýningargesta víðsvegar að, sem höfðu sjerstaklega áhuga
á að reyna það.
Sprengiefnin, sem reynd voru, eru: „Gröftedinamit",
»Landbruks-Stjerne-dinamit“ og „Landbruks-Sikrit".
Tvær síðasttöldu tegundirnar eru aðallega ætlaðar til
að sprengja grjót, en „Gröftedinamit“ til skurðgraftar,
eins og nafnið bendir tii.
Grjótsprenging nreð þessum efnum er að því frá-
brugðin vanalegum sprengingum, að sprengiefnið er ekki