Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 36
30
BÚNAÐARRIT
látið í borhol í steininum, heidur er því stungið inn
undir steininn, ef því verður við komið, að öðrum kosti
iagt ofan á steininn óboraðan, og þakið yfir með votri
mold eða leir. Auðvitað eyðist meira sprengiefni á
þenna hátt, en ef steinninn er boraður, en það sem við
þetta vinst er það, að verkið er fljótt af hendi leyst.
Það þarf engin gijótvinnu-tól — bora eða annað — það
þarf lítla eða euga æfingu til að leysa verkið vel a£
hendi, en grjót-borun krefur, eins og kunnugt er, all-
mikla æfingu.
Norsk reynsla sýnir, að með þessum sprengiefnum
þarf ca. Y2 kg. til að sprengja 1 teningsmetra af grjóti.
Af „Landbruks Sikrit“ þarf meira en af „Stjerne-
ciinamit", og það þarf meira, ef sprengiefnið er lagt ofan
á steininn, en ef það er lagt undir steininn.
Þessi sprengiefni voru reynd tvívegis sýningarvikuna,
og einu sinni á Vífilsstöðum, lagt undir suma steinana
og ofan á aðra. Heppnuðust allar tilraunirnar vel, jafn-
vel þó um holótta steina væri að ræða. Það má því
fullyrða að þessi sprengiefni, og þessar aðferðir, geti
komið að fullum notum hjer á landi, og að staðhættir
og steintegundir hindri það eigi. Þó er hætt við, að illa
gangi að sprengja laust hraun með þessum sprengiefn-
um, en svo er og með vanalegu dinainit.
„Landbruks-Stjeine-dinamit," kostar nú, afhent á
skipsfjöl, í Björgvin kr. 3,75 kg., og „Landbruks-feikrit"
kr. 2,80 kg. — Til samanburðar kostar vanalegt dinamit
kr. 4,75 kg. — Þetta er heildsöluverð.
„Gröftedinamit" er notað á þann hátt, að í miðlínu
skurðarins, sem grafa skal, er stUngið niður dinamit-
patrónu, með vissu millibili, og í vissa dýpt. Holurnar
eru allar fylt.ar vatni, ef jörðin er ekki svo vot, að þær
fyllíst sjálfkrafa. í næst síðustu patrónunni í röðinni er
síðan kveykt með hvellhettu og kveykiþræði. Springa
þá allar hleðslurnar í einu, og þeyta skurðmoldinni upp