Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 48

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 48
42 BÚNAÐARRIT vjelin hreyfir alla vjelina fram og aftur og tæki þau, sem tæta sundur jaröveginn. Ganghraöi vjelarinnar áfram er þrennskonar, 2,4; 3,3; eða 5 kílómetrar á klukkustund. Aftur á bak hefir vjelin einn ganghraða, 4,1 kílómeter á klukkustund. Við plæeingu í órótuðum jarðvegi er not- aður minsti ganghraði. Við aðra plægingu má nota ann- an ganghraða, en við völtun hinn þriðja. Pramhjólln. Þau eru 1 meter að þvermáli, en breidd á hjólhringnum er 18 cm.; á hann er hægt að setja hólk, sem gerír hjólin 45 eða 80 cm. breið. Á framöxlum hvílir 1600 kg. af þunga vjelarinnar; hvílir þannig 10 kg. þungi á hverjum cm. af breidd hjólanna, þegar þau eru höfð með hólkum; með þessum þunga þiýsta svo framhjólin á jarðveginn. Aftnrhjólln. Þvermál þeirra er 2 metrar, hjólgjarðar- breiddin er 25 cm., en utan á þessi hjól eru settar járnplötur, svo breiddin á hjólhringnum verður 135 cm. Á afturásnum hvílir 4000 kg. þungi, þegar vjelin er að vinnu, og verður þá þiýstingur vjelarinnar á hvern cm. af hjólbreiddinni 15 kg. Sje vjelin eigi að vinnu, og tætaranum lyft upp, t. d. þegar hún er flutt úr stað, þá hvílir á framásnum 1200 kg. þungi, en afturásnum 5400 kg. þungi, sem svarar því að á hverj- um cm. af hjólbreidd íramhjólanna hvíli 7,5 kg., en á afturhjólum 20 kg. Tœtarinn. Hann er tengdur við aflvj6lina. Það er sívaln- ingur, 2,10 metra langur og 40 cm. að þver- máli; og á 10 járnhringum á þessum sívalningi er út- búnaður til þess að skrúfa í hnífa af mismunandi lögun, eftir því hvaða jarðveg á að vinna; tala þeirra getur aerið frá 30—120, fæstir þegar vjelin á að blanda jarð- veginn með áburði, en flestir þegar vinna þarf á seig- um mýrarjarðvegi. Þegar vjelin er að vinnu, hvílir tæt-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.