Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 50
44
BÚNAÐARRIT
Athnganir Þeir A. Christensen og aöstoðarmaður hans,
doceut A. Biilestrup, gerðu mjög nákvæmar athuganir
Christcnsen.viðvíkjandi starfi þúfnabanans, fyrstu dagana
eftir að hann tók til starfa, og var það með
tilliti til þess, að hverju gagni hann mætti verða hjer.
Skýrsla þessi er þannig:
Athuganir á bensin-eyðslu og vinnu þúfnabanans í
fyrstu og annari umferð og völtun, voru gerðar á þúfna-
stykki í Fossvogi dagana 29. júlí— 1. ágúst 1921.
Stærð afmælda svæðisins var 2,76 ha., af því voru
0,21 undir ruðningi, svo svæðið, sem hægt var að vinna,
var eigi nema 2,55 ha.
Stórgrýti var talsvert á þessu svæði, svo af því urðu
nokkrar tafir og eyðsla á bensíni. Til þess að fá hug-
mynd um meðalvinnu og meðaleyðslu vjelarinnar, höf-
um vjer áætlað hana á grjótlausu landi, 1. og 2. um-
ferð (samkv. 1., 2., 4. og 5. tilraun) á grýttu svæði,
sömuleiðis völtun alls svæðisins (7. tilraun).
Eyðslan var við:
1. plægingu á öilu svæðinu 6,46 klst., bensineyðsla 103,4 kg.
2. — - — — 6,52 — — 87,3 —
Völtun - — — 2,05 — —„— 25,9 —
Alls tvær plægingar og
ein völtun.............15,43 klst., bensíneyðsla 216,6 als
1 ha. er unninn á 6 klst,
Vinna á klst. og bensíneyðsla á ha. verður að meðalt.:
1. piæging 0,389 ha. á klst. og 40.55 kg. bensín á ha.
2. — 0,368 — - — og 34,23 — — - —
Völtun 1,224 ----— og 10,20 — — - —
Alls tvær plægingar og ein völtun
Meðaleyðsla.................... 84,98 kg. bensín á ha.