Búnaðarrit - 01.01.1922, Síða 52
BUNAÐAltRÍT
46
valtaðir. Við þetta hefir vjelin verið að vinnu í 502 klst.
eða að meðaltali 7 klst. við hvern ha. Sá timi, seœ
farið hefir í að færa vjelina milli staða, hefir eigi verið
reiknaður eða bilanir. Bensíneyðsla er alls um 40 tunnur,
eða nær 100 kg. pr. ha. (þrjár dagsl.). Að þetta er
nokkru hærra en hjá A. Christensen er skiljanlegt, þar
eð þar er ekkert tillit tekið til milliferða.
Bilanir. Þær hafa nokkrar orðið á vjelinni í sumar,
sem annaðhvort hafa verið endurbættar með
varahlutum eða aðgerðum í Reykjavík.
Við nýræktun er um tvenns konar hjóla-útbúnað að
ræða á Lanz-vjelunum, mýraútbúnað (Verbreidung fúr
Moos) og heiða- oða harðvellis-úthúnað (Verbreidung fúr
Heide). Á þessari vjel, Nr. 1050, var að öllu leyti mýra-
útbúnaður, þegar byrjað var að vinna með henni í Fossvogi.
Þegar tekið er tillit til þess, að hjer á landi er alt
iand meira og minna þýft, þar sem utanlands sjer varla
þýfi, þá gefur að sldlja, að nokkuð annað er að vinna á
þessu þýfða landi en sljettlendinu erlendis, því hafði vjelin
sjerstaka, áður ójiekta, örðugJeika að yfirvinna,
þar sem hún átti að ganga yfir íslenska þýfið. Það kom
því engum á óvart, þótt nokkrar bilanir yrðu. Sumum
af þessum bilunum má afstýra hjer eftir, vegna þess að
orsakir þeirra eru þektar, og auðið að varast þær. Aðrar
eju þess eðlis, að með lítilsháttar bœytingum á smíði
vjelanna mætti koma í veg fyrir þær. Og svo eru loks
bilanir, sem stafa af sliti, og við þær verður maður að
sætta slg, því engin vjel er óbilandi. Og það, að bilanir
eru tíðari hjer en annarsstaðar þar, sem þessar vjelar
hafa verið reyndar, er ástæðan sú, að hjer eru örðug-
leikaruir meiri.—Bilaniráþúfnabananum hafa orðið þessar:
1 Járnstöng (D 2050) í stýrisútbúnaðinum brotnaði.
Sterkari járnstengur fylgdu vjebnni, voru þær settar
í staðinn ogjluga síðan.