Búnaðarrit - 01.01.1922, Blaðsíða 55
BÚNAÐARRIT
49
í>etta alt með tíð og tíma. En sem stendur er eigi hægt
að miða við annað. En til þess að svo miklu verði af-
kastað mega svæðin eigi vera lítil — helst eigi minni
en 5 ha. á stærð, annars verður vinslan dýrari.
Hyerja þýð- Með þúfnabanum er loks komin vjel, sem
ingn Iieilr getur unnið á. íslenska þýfinu. Það hefir frá
þúfanbaninn alda öðli, eða landnámstið, staðið öllum bún-
fyrir ís- aðarframförum fyrir þrifum, og einkum nú á
lenskn jarð- síðustu árum hindrað alla vjelanotkun og
rœkt? arðvænlegri hagnýting hins ræktaða lands og
engja. Þúfnabaninn ræður bót á þessu betur
en nokkur önnur vjel, sem unnið hefir í íslenskri mold,
hann vinnur jarðveginn, tætir hann og sundrar betur og
údýrar en hægt er að gera með nokkrum verkfærum,
og vinslan er þannig, að grasrætur liggja allar á yfir-
borðinu. — Það er vitanlegt að flestar vorar fóðurjurtir
æxlast með rótarskotum. Það má því óhætt fullyrða,
að land það, sem unnið er með þúfnabananum grær
fljótt upp, og mun al-sprottið eftir 1 — 2 ár, sjeu raka-
skilyrði hæfileg og nægur aburður. Það er því enginn
vafi á, að hjer er komið verkfæri, sem getur gerbreytt
íslenskum búnaðarháttum. í stað þess, sem menn hing-
að til hafa þurft að sækja heyskap sinn í þýft og ó-
ræktað land, og ekkert haft nema mannsafl, sem nú
er dýrt, þá opnast nú nýjar leiðir — vjelaflið til rækt-
4