Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 56

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 56
50 BtiNAÐARRIT unar á stuttum tima, og láta þannig sljetta landið í kring um híbýli sín, svo að í staðinn fyrir hinn langa og torsótta heyskap sje hægt að vinna á sljettu og frjó- sömu graslendi. Vitanlega er þúfnabaninn eigi einhlítur til þessa, menn verða einnig að sjá fyrir nægilegum raka og áburði i jarðveginn. Tilbúinn áburður getur komið að góðum notum, ef eigi er annars kostur. Verk- efni liggur hjer fyrir bændum. Meira en 1 milj. ha. biða þess, að mannshöndin snerti þá, og breyti þeim þannig, að þeir geti fætt fleira en 5000 fjölskyldur, eða um 350,000 tuanns. — Nú er ræktað á hverju býli að meðaltali tæpir 3 ha. En í þessari áætlun er hverri fjölskyldu ætlaðir 20 ha. En hverjir vegir eru til þess að þessu verði komið í íramkvæmd? íslenskir bændur munu vart vera þess megnugir alment að láta viDna stór svæði hver á sinni jörð með þúfnabananum og koma því siðan í rækt með nægum áburði og hæfilegri framræslu. Til þess að þetta verði hægt þurfa þeir að geta fengið hagfeld lán með afborgun á 10—20 árum. FramtiÖ landsins er bygð á þeim framförum, sem búnaðurinn tekur, en nýyrkja er undirstaða hans. Það er því skylda stjórnar og þings að styðja að því, að ræktun landsins geti komist í viðunanlegt horf. Skjótra fiamfara er vart að vænta nema með því að þúfnabaninn verði tekinn, sem viðast til starfa og að séð verði fyrir áburði og öðru, sem stendur í sambandi við það að ræktun landsins verði komið sem fyrst á nokkurn rekspöl. Þess skal að síðustu þakklátlega getið að Stjórnarráð íslands lánaði Búnaðarfjelaginu fé til að kaupa þúfna- banann. Landsbankinn yfirfæiði 2/a verðsins, en íslands- banki Va, að tilhlutun Stjórnarráðsins.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.