Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 58

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 58
52 BÚNAÐARRIT Aí þeim prentuðu skýrslum, sem til eru um Flóa- áveituna, verður eigi sjeð, hvenær byrjað var að tala um og gefa því gaum, hvort hægt væri að veita Þjórsá yfir Skeið og Flóa, en líklegt er að það hafi verið kring- um 1870; um það leyti var mikið rætt um, og talsvert gert að vatnsveitingum hjer á landi. Hreyfing sú kom frá Danmörku — því á þeim árum ruddu áveitur sjer talsvert til rúms þar — einkum á Jótlandi, og þó meBt er Heiðafjelagið var tekið til starfa. Mál þetta hefir því vaknað fyrir mönnum, þegar áveitur voru hjer algjörlega í byrjun — þegar menn fyrst fóru að bera saman í huganum flæðiengjarnar meðfram án- um, og þýfðu lielegu sinumýrarnar, sem enga áveitu eða árflóð fengu. Með „sjálf-flæðiengin" fyrir augum fær áveitumálið það „form", að „koma vatni á landið". Reynslan frá flæðiengjunum sýnir mönnum, að þar er nóg, þegar það fæst. Þegar byrjað er að athuga, hvernig áveitan yrði til- tækileg, er málið tekið þannig, að reyna að „ná Þjórsá upp á“ fekeið og Flóa. Særn. E.rjólfsson er fyrsti maðurinn, sem gerir til- raun til þess, að gera sjer hugmynd um kostnað við verkið. Hann gerir uppdrátt af Skeiðum sumarið 1894, og mælir fyrir áveituskurði fyrir Skeið og Flóa um Merkurlaut. Þótt áætlun hans og ráðagerð sje úrelt nú, þá má af henni ráða, hvernig málið hefir vakað fyrir mönnum aimenr þá. Hann mælir sem sje að eins fyrir því, að „ná vatni á“ Flóann, um Merkurlaut, án þess að gera sjer eða öðrum grein fyrir því, hvað gera þarf í sjálfum Flóanum. Vafalaust sennilega áætlun um kostnað við skurðinn gerir hann 80,000 kr., með 30 feta botnbreið- um skurði — en segir þó, að rannsaka þurfi, hve mikið vatn þurfi, svo það er um leið geflð í skyn, að 30 feta botnbreiddin er handahóf.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.