Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 65

Búnaðarrit - 01.01.1922, Page 65
BÚNAÐARRIT 59 fá til grasauka, samanborið við það, sem Flóanum er ætlað. Kunnugir menn telja Straumnesið hjá Kallaðar- nesi þá fyrirmynd, sem menn hafa mjög rent augum til, er þeir hafa hugleitt hagsvon áveitunnar. — Og þó getum við ekki sjeð annað en þar sje all-ólíku saman að jafna, þar sem Ölfusáin beljar þar upp við og við, og hefir svo gert frá ómunatið, og þetta rjett meðfram farveginum, en Flóaáveitan á að gefa landinu 30 cm. vatn á mánuði. Pessi misgrip — ef svo mætti að orði komast — hafa orðið til þesa, að áveitan hefir staðið fyrir mörg- um í alt öðru ljósi en hugsanlegt er við nánari íhugun. En að sú íhugun hefir eigi komist á, stafar líklega fyrst og fremst af því, að menn hafa skoðað frágang Thal- bitzer’s fyllri en hann var, ekki gætt þess að þar var tekjuhlið áveitunnar alls ekki athuguð — og því haía hugmyndir manna um það efni getað leikið lausum hala. Þá er annað, sem loðað hefir við undirbúning þessa máls, að við kostnaðar hugleiðingarnar er ekki farið alla leið. Sæm. Eyjólfsson lætur nægja, að ætla sjer að „ná vatni á Flóann" einhversstaðar. Thalbitzer skeytir ekki um nauðsynlegar aðgerðir, flóðgarða á jörðuuum, og það sem máske lakast er í þessu efni, að Jón ís- leifsson lækkar aðal-kostnaðinn, án þess minst sje á, að kostnaðurinn, sem á að koma á einstaka bændur, hækkar um leið. Áburðar-áveita eða ekbi. Til þess að vera nægilegt vatn til ábuiðar-áveitu, þarf vitanlega með vatninu að flytjast nægileg næringarefni, til þess að eigi dragi til þurðar af forða þeim, sem fyrir er í jarðveginum, fyrr eða síðar. En áburðarefni þau, sem með áveituvatninu flytjast, eru með tvennu móti, eins og kunDUgt er — uppleyst efni í vatninu og grugg.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.