Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 66

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 66
60 BÚNAi) ARRIT Ber mönnum mjög saman um, að uppleystu efnin komi ekki að eins miklum notum eins og þau, sem í grugginu eru — enda þótt þau notist gróðri eingöngu uppleyst — því þau uppleystu verða í vatninu að miklu leyti og fara með því, en gruggið sest á landið, einkum þegar uppist.öður eru, og kemur að notum, þó seinna sje. Svo hagar til á flæðieDgjunum meðfram ánum hjer á landi, að í vexti belja þær yfir landið með miklum flaum, eins og kunnugt er, og bera þá með pjer grugg og eðju, er sest á landið. Viða hefir það sýut sig, að eigi er það sjerlega tímabundið, hvenær árflóðin koma eða hve lengi þau vara, sjeu þau að eins nægilega mikil, svo framburðurinn sje mikill — og að það hefir áhrif á grasvöxtinn næsta ár á eftir, þó ekkert llóð komi þá. Þetta bendir ótvíræðilega í þá átt, að það sje gruggið, sem á landið sest, sem hefir meiri háttar áhrif. Enn hafa engar rannsóknir verið gerðar um það hjer á landi, hve mikið grugg sest á áveitulöndin, eða hve miklu það nemi, samanborið við vatnsmagnið. En ráða verður að óreyndu af likum, að eigi gæti það orðið sem miklu næmi, er bærist á Flóann á svo sem 90 cm. vatnslagi, eftir svo löngum skurðum, sem þar eru, enda þótt vatnshraðinn sje jafnan yflr 40—50 cm. pr. sek,, svo vatnið ætti að geta borið grugg. — Einkum virðist lítið veiða úr því gruggi, sem gæti verið í svo litlu vatnslagi, samanborið við flæðiengin, þar sem gruggugt leysingavatnið flóir yfir bakka og í lægðir nálægt far- veginum. Og þó fá þessi flæðiengi ekki meira frjómagn en svo, að þau moga naumast við að missa flóðár úr, svo neinu nemi, nema stórlega sjái á grasvexti. Yatnsmagnið. Af þeim plöggum, sem til eru, getum við ekki sjeð, hvað hefir legið til grundvallar fyrir því, að Thalbitzer ákvað að vatnsmagn áveitunnar skyldi miðast við 0,io9 m8 pr. sek. pr. km2. Hingað til hafa xnonn þó haldið sjer við þetta fyrirhugaða vatnsmagD,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.