Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 74

Búnaðarrit - 01.01.1922, Side 74
68 BÚNAÐARRIT þannig haflð, að lyfta undir kotbúakap Pióans með ódýrum upplstöðum, það sem þær ná, þá verður og hægt að afla sjer öruggra leiðbeininga um það, hve mikils má vænta af Hvítár-áveitunni. Það, borið saman við aðrar jarðabætur, gefur framtíðar framförum Flóans tryggan grundvöli. Eftir reynslunni í sumar ætti, með núverandi verðlagi, að vera hægt að ganga frá þýflnu í Flóanum með „þúfnabana" fyrir riflega tvöfalt. verð við það, sem áveitan kostar. En sá kostnaður kæmi á bændurna eftir efnum og ástæðum, smátt og smátt, um leið og þeir ykju bústofn sinn. Geta skal þess um leið, að jarðlagi er svo háttað í Flóa, að eigi geta menn vænst þess — að kunnugra dómi — að sljettist við áveitu, nema raklenduBtu hlutar hans. En þeir munu einna sljettastir fyrir, ef að líkindum lætur, þar sem ár-framburður eða lækja ekki nær til. En hvernig svo sem á þetta mál verður litið, verða allir samdóma um það, að ekkert orð er of-talað, sem getur varpað einhveiju ijósi eða skímu í það myrkur, sem nú hefir undanfarið hvílt yflr framförum landbún- aðarins. Því svo má það nefnast, meðan landbúnaðar- býlurn fjölgar ekki, nje fólki, sem af landbúnaði lifir. En hvergi eru búnaðar-framfarir jafn-nauðsynlegar og eiu- mitt í Fióanum, þar sem íslenskur landbúnaður á fyrst að taka á móti lífgjafa sínum — járnbrautinni. Eftir þessar almennu athugasemdir um Flóaáveitu- málið, leyfum vjer oss að leggja til: 1. Að skurðakerflð verði gert þjettara en nú, og að svo miklu leyti, sem mögulest er, niðurgrafið. 2. Að verkið byiji með flóðgöiðum, minni framræslu- skurðum, er staudi í sambandi við flóðgarðahleðsl- una og væntanlegt heildarkerfi.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.