Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 8
6
BÚNAÐA.RRIT
kvikfjenað. Sauðfje, sem rekifi er til slátrunar á haustin,
er venjulega sumarlangt á fjalli og hreyfir sig lítið meir,
en því er þægilegast. Fjeð safnar holdum, og einskonar
ósamræmi kemst á erfiðis-þrótt þess og holdafar. Við
áreynsluleysið safnast ekki einungis fita eða eggjahvítu-
efni í holdið, heldur líka talsverður kolvetnisforði (Gly-
kogen). Við hæfllega mikla áreynslu eyðir líkams-
bienslan mátulega miklu af þessum forða, en sje um
mjög mikla áreynslu að ræða, getur brenslan jafnvel
fimmfaldað kolvetnis-eyðsluna1). En þá kemur ósamræmi
á efnahlutföll likamans. Aðal-efnabrigðin eru talin vera
þannig, að kolvetnisforðinn breytist í þrúfusykur af
völdum hinnar svonefndu arwyíase-kveikju. Sykrinum
breytir síðan önnur kveikjutegund í mjólkursýru og önnur
skaðvæn 'þreytuefni. Talsverður hluti af mjólkursýrunni
sameinast aftur lútarkendum efnum í vöðvunum, en þá
safnast fyrir í þeim mjólkursúr og fosforsúr sölt*) (mjólkur-
súrt kalíum og dálít.ið af monokalíum-fosfat). Þótt mik-
ill hluti af mjólkursýrunni breytist þannig í sölt, verður
samt talsvert eftir af henni í vöðvunum, ásamt kolsýru
og öðrum úrgangsefnum, er valda þreytu 6ða einskonar
súrstirðnun. Líka mætti nefna þreytueinkenni þessi harð-
sperrur. Að þessi efnabrigði eigi sjer stað í vöðvunum,
er marg-sannað, og það er all-langt síðan, að menn tóku
eftir því, að vöðvar af þreyttum skepnum eru talsvert
súrir eða lútarkendir, en hvorki súrir nje lútarkendir af
óþreyttum8).
Rekstrarmenn segja, að of-feitt fjallfje og rýr lömb
þreytist jafnan fyrst í rekstrunum. Þetta er ósköp eðli-
legt. Rekstrarþol feita fjárins er vitanlega því minna,
sem líkamsþungi þess er meiri í hlutfalli við þróttinn.
Auk þess gæti kolvetnaforðinn, sem safnast hefir sumar-
langt, valdið örari þreýtuefnahleðslu í vöðvana en ella.
Rekstrarþol lambanna er að sjálfsögðu minna en full-
orðna fjárins, ekki síst, ef um hálfgerðar kreistur er að
ræða. En hvort sem fjeð er feitt eða magurt, ungt eða