Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 42
38
BÖNAÐARfilT
berist því á á haustin, til nota næsta sumar. Mest not
af því hjer eru á tún, sem eru í órækt vegna óskyn-
samlegra vatnsveitinga, á mýrlendi sem ræst er fram
og rækta skal sem tún og í gamla garöa.
Vegna þess hve garðávextir eru í háu verði á þessum
árum, samanborið við tilsvarandi verð á tilbúnum áburði,
er notkun hans sjálfsögðust í garða. Afar-viða
gera menn sjer stórtjón með því, að leggja vinnu og
útsæði í garða, sem sökum áburðarskorts gefa
rýra og ófullnægjandi eftirtekju. Sumstaðar eru garð-
arnir þannig settir, að það kostar mikið erfiði að ílytja
búpenings-áburð þangað; menn gætu jafnvel fyrir flutn-
ingskostnaðinn einn keypt gnægð tilbúins áburðar.
í kartöflugarða skal bera á hverja 100 ferfaðma
(ca. 400 m2):
Af saltpjetri 15 kg. Dreyflst kringum grasið þegar
hreykt er. Grasið ca. 2 þuml.
á hæð.
- superfosfati 25 — Sett í rákirnar þegar sett er
niður.
- kalíi (37%) 10 — Borið í garðinn á haustin, ef
það er notað.
í rófnagarða skal bera á hverja 100 ferfaðma
(ca. 400 m2):
Af saltpjetri 20 kg. 1 Þegar stungið er upp eða plægt
- superfosfati 25 — I á vorin.
- kalíi (37°/o) 20 — Á haustin.
Graslendi. Við nýyrkju, þegar land er brotið,
ættu menn að nota búpenings-áburð, minsta kosti að
einhverju leyti, í flögin, en þá heldur bæta túnunum upp
það sem af þeim dregst, með tilbúnum áburði.