Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 32
28
BÚNAÐARRIT
Saltrýrnunar-uppdríittur.
Samtengda línan táknar saltsækni feita kjölsins, en sundurlausa linan liið magra.
dagana, en úr því fer að draga úr henni, og að 5 vik-
um liðnum frá sölfcuninni virðist magra kjötið mettað
af salti, en dálítið virðist ganga í feita kjötið á 6. vik-
unni.
Tilraunir þessar sýna, að hentugt sje að bæta saltlög-
inn í kjöttunnunum á 4. degi effcir söltunina, því þess
sterkari sem saltlögurinn er, því meiri raki sogast úr
kjötinu, og saltið kemst betur inn að beininu. Auk þess-
arra saltkönnunartilrauna, sem gerðar voru, var einnig
kannað salt inn við beinið í heilum sauðarlærum, sem
legið höfðu í 25°/o saltlegi í 12 daga. Mjög lítil selta
var inn við beinið, aðeins l,9°/o. Til samanburðar var
kannað saltmegn inn við beinið í mögru kjötlæri, sem
legið hafði í jafnsterkum saltlegi í 12 daga, og reyndist
seltan vera 2,2% hærri, en í sauðariærinu. Eftir athug-
unum þessum að dæma má gera sjer grein fyrir því,
hvaða söltunartilraunir muni eiga best við kjötið.
Saltsækni magra kjötsins bendir til þess, að pcehil-
söltunin nægi því fyllilega. En þrýstisöltunin virðist vera