Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 40
BÓNAÐARRIT
Notfcun tilbúinna áburðarefna.
Öll hirðing búpenings-áburðar miðar að því, að varð-
veita sem mest af hinum svonefndu „verðmætu efnum“,
sem í honum eru, jurta-næringarefnunum þrem: köfa-
anarefui, fosforsyra og kalí. — Til þess að gróður
geti vaxið og dafnað, þurfa öll þessi efni að vera í
jarðveginum, í svo auðleystum efnasamböndum, að þau
smátt og smátt leysist upp í vatni og plönturæturnar
nái þannig til þeirra.
í venjulegum búpenings-áburði er að eins 1—IV20/0
af næringarefnunum, en í tilbúnum áburði er þetta 10—
60°/o af næringarefnum. í flestum tegundum tilbúins
áburðar er aðaliega eða aðeins eitt af næringarefnunum,
enda er það hagkvæmt, því þá má með tilbúnum áburði
gefa jörðinni, sem rækta skal, eingöngu eða aðallega það
næringarefnanna, sem mestur brestur er á. — Yfirburðir
tilbúins áburðar fram yfir búpenings-áburð eru meðal
annars í því fólgnir, að haga má þannig áburðinum
eftir kringumstæðum og þörfum jarðvegs og gróðurs.
Notin af tilbúnum áburði verða því að eins fullkomin
og auðsæ, að það sje skortur á næringarefnum
jarðvegsins sem takmarkar vöxt gróðursins. Ef það
er vatnsskortur sem veldur sprettuhnekki, eins og oft
vill verða á harðvelli, getur áburðurinn ekki bætt úr
því, enda þótt hann auki þroskann að einhverju leyti,
og geri plönturnar þannig hæfar til að verða sjer meira
út um vatn og vökva en áður. Af þessum orsökum er