Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 125
BDNAÐARRIT
Forar-ausa.
Á búsáhaldasýninguna í sumar ijet jeg áhald eitt, sem
jeg hefi búið til og notað, og líkað vel við. Vildi jeg
gefa öðrum kost á að kynnast því, og Ijet það þess
vegna á sýninguna.
Áhald þetta er gert til þess, að ausa upp forar-
áburði, og nefndi jeg það forar-ausu. Á sýningunni var
það sett upp neðarlega í Gróðrarstöðinni, við skurð, þar
sem ausa mátti upp með því vatni.
Nefnd sú, er gerði tilraunir og samanburð á áhöldum
sýningarinnar, minnist lítið eitt á forar-ausuna („Bún-
aðarrit" 35. ár, bls. 335), en ummæli nefndarinnar eru
svo óljós og villandi, að ekkert verður á þeim bygt.
Nefndin segir: „reyndist hún (forar-ausan) álíka fljótvirk
og dæla með 125 cm. pípuvídd, en stirðvirkari að mun.
Hvað meint er með „stirðvirkari", en þó jafn-fljótvirk,
er ekki gott að vita. Sennilega er „125 cm.“ ritvilla eða
prentvilla, því að dæla með l1/* metra viðri dælu, mundi
ekki vera ætlandi menskum manni. Jeg geri því ráð
fyrir að nefndin hafi gert samanburðinn við einhverja
hraðvirkustu forar-dæluna, sem var á sýningunni, en
nefndin hefir ekki athugað það, að sitthvort er, að dæla
upp hreínu vatni eða þykkum forar-áburði, og sennilega
ekki heldur það, að vatnið í skurðinum hjá forar-ausunni
var of-grunt til þess, að hún yrði tekin full, og þá ekki
að marka flýtirinn, því að jafn-langur tími fer til þess
að lyfta henni hálfri sem fullri.