Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 66
62
BÚNAÐARHIT
slæma fola ganga óvanaða til 3 ára aldurs. í nokkrum
hjeruðum hafa þó þessar kynbóta-samþyktir orðið að
einhverju liði, því nefndir manna hafa verið kosnar í
sveitunum, til að velja folana er skyldu ganga óvanaðir,
og sumar þeirra hafa leyst verk sitt samviskusamlega af
hendi. Samgangan, á sumrin, úr öðrum hjeruðum, hefir
þó gert trössunum möguiegt að vera hrís á sig og aðra,
hvað þetta snertir. Er ekki nema eðlilegt, þó atorku-
menn hafi orðið leiðir að sjá einstaka trassa eyðileggja
mikla fyrirhöfn sína og annara — og hælast um.
Sje litið á heildina, virðist þó einhver árangur hafa
orðið af þessum samþyktum, því ólitur á hrossum hefir
minkað mikið síðastl. 20 ár. Um stærð og byggingu
hrossanna er ekki unt að segja, til þess vantar ná-
kvæmar og ábyggilegar upplýsingar.
Annar ávöxturinn af umbóta-viðleitninni eru hrossa-
ræktarfjelögin. Hið fyrsta þeirra var stofnað 1904. Það
er hrossaræktarfjelag Austur-Landeyinga. Það hefir starf-
að síðan. í bréfl til Búnaðarfjelags íslands, d.s. 20. mars
1921, segir Einar Árnason bóndi í Miðey, sem heflr
verið formaður fjelagsins frá stofnun þess: „Þegar hrossa-
ræktarfjelag Austur-Landeyinga var stofnað, árið 1904,
mátti segja að hrossaeign manna væri lítils virði, bæði
vegna þess hvað hrossin voru smá og yfir höfuð óeigu-
leg, en mjer getur ekki dulist, að á þessum árum hafa
orðið talsverðar umbætur á þessu, að vísu minni en
búast hefði mátt við á svo löngum tíma“. Síðar í brjef-
inu segir að árangurinn liggi aðallega í aukinni festu í
kyninu, hvað snertir lit, byggingu og gang, og nú sjáist
ekki eins Ijót hross og áður. Þetta virðist mjer ekki
lítill árangur, þegar þess er gætt að í 17 starfsár, sem
liðin eru, þegar gamli formaðurinn skrifar brjefið, hefir
fjelagið notað 7 hesta.
Sama árið og hrossaræktarfjelag A.-Landeyinga var
stofnað, mynduðu Húnvetningar hlutafjelag til að reisa
hrossakynbótabú. Petta byrjaði vel, því strax fyrsta árið