Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 117
BÚNAÐARRIT
113
Veggurinn, sem aC kistunni
• lægi til beggja hliða, gengi þá
inn í stórt, gróp á báöum hliðum kistunnar. Slikar
gluggakistur væru settar í vegginn, þegar búiö er aö
hlaða hann hæfllega hátt, og veggurinn síðan hlaðinn
upp með þeim. Kisturnar fylgdu auðvitað sigi veggjar-
ins, en sjálfur glugginn væri jafn órótaður og hann væri
í steinvegg. fessi umbúnaður hefði auðvitað þann kost,
að hann fúnaði aldrei, og vel gerðar gluggakistur gætu
verið ævarandi eign. Um hitt er erfitt að segja, hvort
grópið á hliðum kistunnar nægði til þess, að gera sam-
skeytin milli hennar og torfveggjarins þjett. Má vel vera,
að gn'pa yrði til gamla gætta-fyrirkomulagsins, þó leitt
sje, en að vísu mætti þó gera þetta nokkru öruggara en
hjer er lýst.
En þó alt þetta gæti blessast, með meiri eða minni
endurbótum á því, sem hjer er sagt, eftir því sem
reynslan benti á, þá er ekki það fengið, að torfveggur-
inn geti borið þunga hússins, heldur lendir hann á
stoðunum, eins og fyr er sagt. Veggir úr torfl, eða
grjóti og torfi, geta aldrei fullnægt þessari kröfu, svo
vel sje, nema breyta megi torfinu á einhvern hátt svo,
að það verði því sem næst steinhart. Óhugsandi er þetta
ekki, en það á eflaust langt í land.
Veggir með þeirri gerð, eða þvílíkri, sem hjer er Jýst,
ættu að geta að miklu leyti orðið jafngildir stein- eða
timburveggjum, en aftur miklu hlýrri. Það mætti byggja
hús úr þeim með sama skipulagi og gerist um stein-
hús, og menn gætu að mestu bygt þá sjálfir, eins og
tíðkast heflr. Að mestu leyti væri bæði efni og vinna
tekið heima fyrir. Alt þetta eru miklir kostir, og þó
virbist mjer það vafasamt, hvort slík veggjagerð geti
allskostar kept við stein og steypu, eí steypuefni eða
hentugt grjót er fáanlegt. Veggjunum væri og hætta
búin af músum og rottum. Það voru steypustoðir, sem
báru húsþungann, og veggjagötin voru fóðruð með steypu,
8