Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 104
100
BÚNAÐARRIT
sem góður hirðir hefir af upplýsingunum, sem hann fær
um áhugamál sitt, að ótalinni hagnaðarhliðinni.
Þá er útgjaldahliðin á málinu. Þar er fyrst að nefna
tiliögin í tryggingarsjóðinn, sem miðast við bústærðirn-
ar. Þau eru tilflnnaniega þung, mjög erfltt fyrir bændur
að bera þau, þó peningarnir sjeu lagðir á vöxtu Jeg
lái bændum ekki, þó þeir hafl stansað við þetta og
hugsað sig um, er erfltt árferði og óhagstæð verslun
hafa lamað atvinnuveginn, en mjer virðist veturinn
1919—’20 vera óræk sönnun þess, að bændur þola ekki
slíkan vetur í bráð, illa undirbúnir. Einnig þykir mörg-
um heyjabændum þungar búsifjar að leggja svona mikið
í tryggingarsjóð, og þurfa máske aldrei sjalfir að nota
hann. Því svara jeg þannig: Eigi vel að fara fyrir heild-
inni, verður sá sterki að styðja þann veika, því er
hyggilegri ráðstöfun þeirrar bygðar, þar sem allir tryggja
sig í fjelagi, heldur en hinnar, sem lætur hvern um
sitt. Þar leiðist margur fátækur fjölskyldumaðurinn til
að setja of-djarft á, af því búið má ekki minka, eigi
fjölskyldan að geta framfærst af því, en hann hafði ekki
peninga til að sumrinu, til að kaupa vinnu, og ekki að
baustinu fyrir kjarnfóður. Þegar harðnar í ári, gengur
skorturinn fyrst á skepnurnar og kvelur þær. Fátækling-
urinn getur ekki bætt úr því af eigin rammleik, þegar
komið er í eindaga. Sjeu harðindin mikil, fellur fjenað-
urinn, eða þjáist svo að afrakið tapast, og þá stendur
skorturinn við dyr fjölskyldunnar sjálfrar. Niðurstaðan
verður sú, að þeir efnaðri veiða að hlaupa undir bagg-
ann, lögum samkvæmt. En hjalpin kemur heldur seint,
bæði menn og málleyeingjar hafa stór-liðið, af því fram-
taksmennirnir höfðu dregið sig í hlje of-lengi.
Sumir hafa ímigust á eftirlitsmönnunum, áður en
nokkur veit, hveijir hreppa hnossin. Ekki er mjer full-
Ijóst, hvað haft er mest á móti þeim, heyri þá þó oft
kallaða „lærða“, af þeim, sem ekki vilja hafa þá, heyri
ennfremur sagt, að sá eftirlitsmaður, sem hefir meðal-