Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 44
40
BUNAÐAHRIT
nær að athuga hvað það kostar, að hirða það sem
heima fæst, áður en lagt er í útgjöld. En sem betur fer
er hirðing búpenings-áburðar mikið að batna.
í vetur auglýsti Búnaðarfjelag íslands, að það Jjeti
mönnum í tje ókeypis áburð til tilrauna1). Hefir
þetta fengið næsta almennar undirtektir út um land.
Fjelagið telur heppilegast að tilraunir þessar verði sem
allra einfaldastar. Þær geta samt sem áður gefið mönn-
um bendingu um það, hve vel notkun áburðarins borgar
sig. Þar sem nokkur verulegur flutningskostnaður legst
á áburðinn, og hey ekki sjerlega dýrt, ættu sem flestir
að byrja með því, að reyna áburðinn í garða.
í þetta sinn verða að eins sendar tvær tegundir
áburðar til þeirra, er reyna vilja; Noregs-saltpjetur og
superfosfat, því kalíið kæmi hvort sem er ekki að not-
um í sumar.
Áburðurinn reynist þannig:
í kartðflngarða, 100 fermetra (ca. 25 faðma2), sje borið :
4 kg. af Noregs-saltpjetri.
6 — - superfosfati.
í rófoagarða, 100 fermetra, sje borið:
5 kg. af Noregs-saltpjetri.
6 — - superfosfati.
Til samanburðar þarf að hafa blett í garðinum, sem
ekkert er borið á, helst jafnstóran áburðar-blettinum;
I) Sumstaðar hefir bólað á þeim misskilningi, að fjelagið Ijeti
af hendi rakna svo mikinn áburð, að það nœgði á land, er skifti
jafnvel dagsláttum. En ef menn athuga það, getur engum bland-
ast hugur um, að það gæti orðið æði útdráttarsamt að veita öll-
um slíkan styrk sem hafa vilja, Hagur við ókeypis áburðinn
vorður goldinn moð fyrirhöfn við tilraunirnar. Meiri áburð en
því nemur er órjettmætt að fjelagið veiti.