Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 96
92
BÚNAÐARRIT
þess, þegar hann fylgdi föfiur sínum aftur og fram á
eftir plógnum um óiæklarmóa, sem nú eru ekrur einar.
Og diengurinu hugsar um þaft: að verða stór, geta
haldið um plógsköftin og stýrt hostunum, og plægt sína
eigin jörð.
Bóndinn piægir frjómold síns föðurlands. Alt rennur
saman í eitt: faðir og sonur — hugsun og starf —
farsæld og föðurland.
Þessa vorsjón sjáum við ekki víða á íslandi. Landið
okkar er fagurt á vorin „fyrir skikkun skaparans", en
vor verk og feðra vorra fegra það lítt. Mosinn þrífst um
þýfðan töðuvöll, og þreyttur bóndi sinumýrar reitir. Við
þurfum að plægja margan teig og giæða og bæta. Við
þurfum að plæaja sundur andans fjötur öll, og alt, sem
basl og kotadrungi heitir. En íslenskir bændur eru ekki
aldir upp „í plógfarinu", þeim er erfið gangan á eftir
plógnum. Sú kynslóð sem nú á, og annast islensku
moldina, er þannig, og það mun bágt að bæta. En ef
þessi kynslóð gæti svo miklu um þokað, að næsta kyn-
slóð yxi upp að einhverju leyti bak við plóginn, og
lærði að skilja ræktarskyldur sínar við sjrlfan sig og
föðurlandið, þá yrði margra alda böl bætt, og þá þyrfti
enginn framar að örvænta um hag og heill íslensku
bændastjettarinnar.
Veturinn er bráðum á enda, góður og mildur vetur.
Við höfum notað hann illa. Nú er vorið á uoiðurleið —
á leiðinni til okkar.
Heill og heiður sje hverjum manni, sem brýiur og
ræktar plógfar eftir plógfar. — Haminejan signi iivern
svein, sem gengur í plógfarinu og fetar í fótspor hans.
7. april 1922.
Á. O. E.