Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 103
BÚNAÐARRIT
99
yrði hún að útvega kjarnfóður, svo birgt yrði „í hinum
harðasta vetri". Svo stjórnin hefði peningaráð, til pess-
ara fóðurkaupa, verða fjelagsmenn að leggja fram mikið
fje, sem miðað er við skepnufjölda. Frumvarpið gerir
ráð fyrir, að þetta fje sje altaf persónuleg eign þeirra,
er leggja það fram; með öðrum orðum, sje lagt á vöxtu,
en ekki afturkræft, nema maðurinn flytji burt af fjelags-
svæðinu. Deyi hann, eiga erfingjarnir kröfurjettinn.
Ýmsar raddir hafa heyrst um galla á þessu uppkasti,
enda er það fráleitt gallalaust, fremur en öDnur manna-
verk; en sumar aðfinslurnar virðast mjer ekki á fullum
rökum bygðar. Margir hafa kallað það óþarfa fyrirhöfn,
að vigta sauðfjeð þrisvar á vetri, telja sig vita hvernig
það er, án þess; einnig hjegómamál að vigta heyið í
skepnurnar, segjast geta mælt það í hneppum og ílátum
eins og verið hefir. Þetta virðist mjer næstum eins
rangt og þegar bóndi lítur meira á 10 kr. kaupmun
tveggja vetrarmanna, heldur en hirðis hæfileika þeirra,
þó þeir eigi að láta úti 3—400 hesta af heyi yfir vet-
urinn. Þar skiftir þó miklu, hvernig haldið er á, svo sá
mismunur hieypur fljótt á krónatugum. Að eins með
því að vigta fóðrið og fjeð, og athuga nákvæmlega af-
urðirnar af fjenu, er hægt að ákveða með vissu, hvernig
haganlegast er að fóðra. Sama er að segja um blöndun
á fóðri, þegar um fleiri fóðurtegundir er að ræða. Af
því árferðið að sumrinu er mjög misjafnt, en hefir mjög
mikil áhrif á afurðir búfjárins, þurfa athuganirnar að
vera marg endurteknar, til þess hægt sje að vinna upp
úr þeim staðreyndir og þýða þær rjett. Þetta hefir
bændastjettina okkar vantað að mestu leyti, jafn-lengi
og ísland hefir verið bygt. Fetta nauðsynjaverk geta
engir gert nema bændurnir, og þess vegna er nú heitið
á þá, með þessu frumvarpi, að gera það. — Sumir telja
þetta skýrsluhald mikla fyrirhöfn. Jeg get ekki kallað
það nema hirðusemi, sem margborgast með ánægjunni,