Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 41
BÚNAÐ AftRIT
37
það að nokkru leyti, að harðvelli „kemur ekki eins vel til“
á 1. ári, með tilbúnum áburði, eins og ef hann er not-
aður á sama blettinn til fleiri ára. Á hinn bóginn er
víða svo mikið vatn í jarðveginum, að það setur gróðr-
inum skorður — i meira og minna blautum mýrum —
og gerir gróðurinn einhæfan, því að eins vissar plöntur
geta þrifist í svo miklu vatni. Þar þarf f r a m r æ s 1 u
til þess að áburður komi að notum. — Notin af tilbún-
um áburði verða og eigi sýnileg þar, sem kann að vera
borið á land, sem er í svo góðri rækt fyrir, að
gróðurinn líði ekki verulegan hnekki, þó ekki væri borið
á eitt ár eða svo.
Köfnunarefnis-ábnrðurinn er notadrýgstur, enda er
hann dýrastur. Talið að 8/4 gróðurauka, sem fæst af
tilbúnum áburði yfirleitt, fáist af köfnunarefni. Hjer er
aðallega að ræða um Chile-saltpjetur með 15°/0
af köfnunarefni og Noregs-saltpjetur (fossa-áburð)
með 12—13°/o köfnunarefni. Auk köfnunarefnisins má
telja norska saltpjetrinum það til gildis, að hann hefir
24% kalk. Yerðmunur þessara tveggja tegunda er þó
alment í sama hlutfalli og köfnunarefnis-innihaldið. En
norski saltpjeturinn þarf öllu minni vætu og raka en
Chile-saltpjeturinn, til að leysast upp og koma að not-
um, og er því haganlegri, einkum graslendi í þurkatíð.
En báðar tegundirnar eru svo auðleystar að þær berist
aldrei á fyr en samsumars og áburðurinn á að koma
að notum.
Af ibsforsýrn-áburðartegunduin þeim, sem alment
eru í verslun, er S u p e r f o s f a t i ð einna auðleystast
og sterkast (18% fosforsýra); svo auðleyst að vel má
nota það á gróna jörð samsumars. Það berist þó á
sem allra íyrst eftir að snjóa leysir.
Kalíið er það áburðarefnið sem hingað til heflr reynst
að komi að minstum notum hjer á landi. Það flytst
aðallega í kalísalti, sem hefir 37% af kalí. Það er tor-
leystast af þessum þrennskonar áburðartegundum og