Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 61
BÚNAÐARRIT
5?
ástæða er til að álíta, að þá hafi íslendingar staðið
framar en Norðmenn í hrossarækt.
Þá er enn eitt ótalið, sem sýnir þó greinilega hve
hrossin voru rjetthá í þann tið, gömlu dýraverndunar-
lögin. Grágás talar um hegningu fyrir hrossastuld, og
hana harða. Þar segir t. d.: „Ef maður hleypur hrossi
mans á bak ólofað, það varðar 6 aura afgang; nú ríður
hann svo fram úr stað, og varðar það 3 marka útlegð",
og skóggangi varðar að ríða stolnum hesti fram hjá
3 bæjum, yfir fjórðungamót og yfir fjöll, þar setn vötn-
um skiftir milli hjeraða. Einnig varðar það við iög að
fæla hest annars manns og að taglskella. Fleiri ákvæði
eru í Gragás, sem snerta hesta, og öll sýna þau, hve
innilega sárt fornmönnum var nm hesta sína.
Að sjálfsögðu hefir þessum lögum ekki verið fram-
fyigt ítarlega, enda eru þau æði ströng, en líklegt að
menn hafi haft ótta af þeim, og þess eru dæmi að menn
fjellu ógildir á hrossastuldi. Engin ákvæði eru um þetta
í Jónsbók, en konungsbrjef frá 24. mars 1786 segir, að
hrossaþjófar skuli þola húðlát og síðan þrælka alla æfi
í hegningarhúsi í Kaupmannahöfn — karlmenn í járnum.
Sennilegt er að eftir kristnitöku hafi hrossum smá-
fækkað, þvi þá tapa hrossin notagildi sínu sem slátur-
peningur. Máldagar frá 13. öld segja frá flestum hross-
um í Þykkvabæjarklaustri 1218. Þá voru þar 39 hross
og 127 nautgiipir. Allar upplýsingar sem eru til frá
þessum tíma, sýna að hrossin hafa verið mikið færri
en nautgripirnir.
Þó menn á Sturlungaöldinni þyrftu rnikið að nota
hross, vegna herferða og málaferla, er þeir fóru langa
vegi, er ekki sjáanlegt að hrossafjöldinn hafi verið mik-
ill í landin$, enda sjest þá á mörgu, að harðýðgi við
hross hefir gengið langt úr öllu hófi, svo í hörðum vetr-
uni hafa þau fallið í hrönnum, og nokkur dæmi sjást í
Sturlungu, að höfðingjar hafa orðið að ferðast gangandi
langar leiðir; því hefir hlotið að leggjast niður að mestu