Búnaðarrit - 01.08.1922, Side 68
64
BTJNAÐARRIT
aÖ vera, aö byggja svo sterkar ættir, með skyldleikarækt,
að hægt sje að bera þær saman sem heildir.
Þá eru hrossasýningarnar. Fyrsta hjeraðssýningin á
hrossum var haldin að Þjórsártúni 14. júlí 1906. Siðan
hafa öll árin (nema ’08, ’IO og ’ll) verið haldnar hjer-
aðssýningar einhversstaðar, oft viða sama vorið. Alls
hafa nú verið haldnar 29 hjeraðssýningar á hrossum.
Einnig hafa verið haldnar nokkrar sveitasýningar. Marg-
ar af þessum sýningum hafa verið mjög vel sóttar, og
vafalaust átt drjúgan þátt í að auka áhuga manna á
hrossaræktarmálinu og vekja athygli manna á góðum
gripum. Einnig má þakka sýningunum að nokkru leyti
þær upplýsingar sem til eru um bestu undaneldishrossin
á siðustu árum. Þái er enn ótalinn aðaltilgangur sýn-
inganna; að marka kynbótastefnuna, ákveða að hvaða
byggingarlagi beri að keppa. I’etta er vandaverk, enda
minna orðið ágengt en skildi. Mjög oft deila menn enn
um einstök atriði, hvort þau skuli teljast til kosta eða
ókosta — svo langt er ennþá í land — en eitthvað
hlýtur þó að vera best. Jeg tek það fram aftur að mik-
ið gagn hafa sýningarnar gert, en sannast gamla mál-
tækið að: „Rómaborg var ekki bygð á einum degi“.
Jeg vona að það, sem áfátt er, lagist er fram liða stund-
ir, er meim æfast að dæma hrossin, og eins er á hitt
að líta, að byrjunin er erfiðust.
Þökk og heiður sje þeim, er hafa hrundið kynbóta-
málinu þetta á leið. Ekki efast jeg um, að þeir hafi oft
fundið, hve erfitt er að vera brautryðjandi. Svo mikill
virðist mjer árangurinn, að full ástæða sje að vona
hins besta.
Þá er hin hlið kynbótanna, fóðrið. Það er nú ljóta
sagan ef hún er lesin orbrjett. Jeg hefl hvergi heyrt
snjallari lýsingu á þvi, en á fyrirlestri eftir sira Ólaf
Ólafsson fríkirkjuprest í Reykjavík, sem hann kallar:
„Hvernig farið er með þarfasta þjóninn*. Þar segir hann
meðal annars um vinnuhestinn: „Hann muðlar þegjandi