Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 110
106
BÚNAÐARRIT
grjótvinnu og vegagerÖ. Öll búnaíarfjelög vor ættu aÖ
eiga þaÖ og lána fjelögum sínum.
b) XJm luisstϚid hugsa menn oft miklu minna en
skyidi. Að minsta kosti þarf það að vera þurt. „Bóndi"
gefur þá reglu, að skera deiglend hússtæði fram, svo að
skurðarbotn sje 2 m. neðar en grundvöllur húsanna, en
hækka grundvöllinn ríflega, ef ekki er um annað að
gera, t. d. á blautri flatneskju. H. J. tekur það fram,
hve halli á grundvelli sje varasamur, og að hann þurfi
að hlaða af veggjunum með grjóthleðslu. Annars vill
veggurinn missíga og mest þar sem hann er hæðstur.
c) Undirstaða veggja þarf að hvíla á jöfnum og föst-
um jaiðvegi. Lausa mold þarf að grafa burtu. Ekki oru
allir á eitt sáttir um það, hve djúpt skuli taka fyrir
undirstöðum. Sumir vilja láta grafa þær „dálítið" niður,
en í „Atla“ er sú regla gefin, að grafa skuli niður
fyrir frost, og lengist þá vegghæðin til mikilla
muna. Víða norðanlands má heita, að ekkert sje graflð
fyrir undirstöðum, og ekki hefl jeg orðið þess var, að
tjón hljótist af því, þó sennilega sje það varasamt.
d) Þylct og lag veggja. Þykt veggja neðst viJja flestir
gera 1,88 m. (3 álnir), sumir rúml. 1,25—1,5 m., og
flá þá svo, að nemi Vs m. á 3 m. hæð. Pó fullyrða
aðrir (,,Bóndi“), að fláinn megi vera hálfu minni á vönd-
uðum vegg. Þriðjungur fláans skal vera að innan, 2/s að
utan, og mestur skal hann vera neðst, en minka eftir
því sem upp dregur. „Búalög“ ákveða að 3,13 m. hár
veggur skuli vera 2,20 að neðan á þykt, en 1,75 efst.
Annars fer auðvitað þykt veggjarins að miklu eftir hæð-
inni. Þessi mikla þykt á veggjunum er að minstu leyti
gerð vegna hlýindanna, heldur til þess að þeir snarist
síður, og svo er torflð svo ljett í sjer, að þunnum veggj-
um er nokkur hætta búin af ofviðrum.