Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 59
BÚNAÐARRIT
55
reiðar, þó að reiöver og aktýgi væru nokkuð á annan
veg.
Ekki hafa hestar verið alment járnaðir á söguöldinni,
þó í Noregi hafi að sönnu fundist svonefndir ísbroddar,
er teljast frá 9. öld. Þessir ísbroddar hafa ekki verið
festir á hestahófana til að verja þá sliti, heldur til að
veita hestunum fótfestu í svella-færi. ísbroddarnir voru
mjög litlir; undir fætinum var járnspöng, um 2 cm.
breið, niður úr henni miðri stóð beittur gaddur, en upp
úr báðum endum mjóir armar, á gildleika við nagla.
fessir oddar voru reknir upp í gegn um hófveggina
framan til, svo broddurinn kom næstum undir tána.
Talið er að langur tími hafi liðið, frá því Norðmenn og
Svíar tóku að nota ísbrodda, þar til hestar voru járn-
aðir til að verja hófana sliti.
í Sturlungu1) er talað um bleikálóttan hest, mjög
vænan og góðan reiðhest, sem var járnaður á öllum
fótum. Virðist frásögnin benda á, að þá hafi járning enn
ekki verið orðin algeng hjer.
Eins og áður er sagt, er sumt á huldu um meðferð
og notkun hesta frá þessum tímum, en eitt er víst, að
fornmenn lögðu sig mjög eftir hrossa-kynbótum, enda
þótt óvíða sje talað um kynbætur á öðrum búpeningi.
Fyrirkomulag hrossa-kynbótanna var venjulega það, að
einstakir menn áttu graðhesta, valda að fegurð, gervi,
ætt og lit. Til þessara hesta völdu þeir svo hryssur, oft-
ast með sama lit, en sem allra bestar. Oftast fylgdu
3—5 hryssur sama hestinum og var samstæðan kölluð
stóð. Þessir hópar þóttu metfje, og töldust t. d. mjög
ríflegar höfðingjagjafir. Sennilegt er að þessir stóðhestar
hafi haft mjög mikil áhrif á hrossastofninn í landinu,
því varla hafa þeir verið svo við „eina fjöl feldir", að
líta aldrei utan hjá þessum útvöldu hryssum, ef stóðið
gekk í ógirtu landi. Álitið er þó að sumir bændur hafi
1) Sturlunga, Rvík II, bls. ö.