Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 38
34
BÚNAÐARRIT
Þótfc reynt yrði að breyta til með kjötsöluna, þá er
jafn-nauðsynlegt að endurbæta kjötsöltunina, eins og tök
eru á, því iíklegt er, að við verðum nokkuð lengi að búa
að þeirri kjötgeymslu-aðferð, að meira eða minna leyti.
Meðferð kjötsins má á ýmsan hátt enduibæta, eins
og áður er á minst, og eflaust gætu kjötmatsmenn vorir
komið ýmsu góðu til leiðar í því efni. Þeir þurfa t. d.
að koma góðu lagi á kjötþvottinn, svo að síður sje hætta
á því, að kjötið smitist skemdagerlum við slátrunina.
Nauðsynlegt er líka, að samin sje reglugerð um meðferð
á fjenu, svo að komist verði hjá ofþreytu, og þar af leið-
andi kjötskemdum. Reglugerðin þarf að vera í likingu
við leiðbeiningar þær, sem birtar eru í „opnu brjefi til
rekstrarmanna" í 35. árg. „Búnaðarritsins".
Þá er einnig þörf á því, að kjötmatsmenn komi þvi
til leiðar á komandi hausti, að æðarnar á fjenu sjeu
opnaðar þegar í stað, og skotið er riðið af, því annars
blæðir fjenu illa, þótt það sje óþreytt. En sem minst
blóð verður að vera í kjötinu, hvort sem það er saltað,
soðið niður eða geymt á annan hátt.
Hvað gæru-skemdunum viðvíkur, þá má talsvert verj-
ast þeim, eins og áður er getið um, en betra er þó að
súta skinnin, svo að þau geti geymst ár frá ári og
ekki þurfl að selja þau fyrir hálfvirði, sökum yfirvofandi
skemaa.
Fyrsta skilyrði er að geta boðið góðan varning og
geta komist hjá því, að hlaða alt of miklu á markað-
ínn, hvernig sem söluskilyrðin eru. Meðferð og sútun á
skinnunum yrði að mestu leyti eins og getið er um í
tímantinu „Sindra“, 2. árg., bls. 89—92. Sauðargærur
eru mjög illa fallnar til saltgeymslu, jafnvel þótt þess
sje gætt, að þær sjeu þurkaðar sæmilega fyrir söltunina.
Ástæðan er sú, að talsvert er af feiti í ullinni, og feitar-
gerjunin er fljót til að skemma ullina og skinnin, nema
þvi að eins, að gærurnar sjeu því betur saltaðar og þeim
umhlaðið vandlega öðiu hvoru.