Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 109
BÚNAÐARRIT
105
Sennilega ber mest á bessu, ef þa8 er ekki vel þurt.
Sennilega gæti það komið til tals, að leggja grjótfarg
ofan á stóra torfbunka og flýta þannig fyrir siginu. Eina
undantekningin undan því að hafa torfiö vel þurt er
sennilega sú, sem Halldór Jónsson getur um, að betra
sje að torf, sem lagt er milli steina, sje deigt, því
steinninn setjist þá betur og marki sjer far í því. Ekki
veit jeg til þess, að reynt hafi verið að skera strengi til
bygginga jafnþykka (eins og þökur) og gæti þaÖ þó haft
nokkra kosti.
Um grjót til veggja er það tekið fram, að best sje
að taka það upp að hausti, hlaða í vörður og aka svo
heim að vetrinum. Einnig er auðvelt að taka gijót upp
að vori, þegar steinninn sleppir klakanum, því þá liggur
hann laus.
í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að mikið erfiði
gætu menn sparað sjer við upptöku og hagræðslu á
stóru grjóti, ef þeir hefðu góð verkfæri. Járnkarl og ein-
falt trje er ekki nóg. Þegar höfnin í Reykjavík var bygð,
notuðu útlendu verkamennirnir sjerstök járnbent trje til
þess að lyfta steinum. Að þrennu leyti voru þau frá-
brugðin venjulegum trjám, sem vjer notum. 1) Járnskór
sterkur var á neðri enda trjesins og með hvassri egg
eða brún. Hann greip betur í steininn og var ekki eins
afsleppur og kollóttur trje-endi. 2) Járnmilti gekk eftir
uppfleti trjesins endilöngum, og var fest á það með
sterkum járnnöglum, sem gengu gegnum trjeð. 3) í upp-
enda trjesins (sem standandi maður nær ekki til, þegar
trjeð er reist hátt) var sterkur kengur og kaðalspotti í,
sem taka mátti í, er steini var lyft, og nota þannig alla
trjelengdina til átaksins. Þá var væn og sterk okafjöl,
með járnbryggju að ofan, höfð fyrir bakhjarl. — Með
þessum tækjum veltu fáir menn og hagræddu mann-
hæða háum björgum og það Ijettilega. Er þetta eitt hið
einfaldasta og handhægasta verkfæri, sem vera má við