Búnaðarrit - 01.08.1922, Blaðsíða 120
116
BtíNAÐARRIT
þó, að ýmislegt reki sig á með þessu byggingarlagi. Torf-
veggirnir síga áreiðanlega að mun, en timburgafl ekki,
og sje jeg ekki hversu það gæti farið saman. fekilrúms-
veggi innanhúss væri ilt að gera úr torfl, en væru þeir
úr timbri eða öðrum efnum, sem ekki sigju jafnt og
torfið, þá gliðnaði húsið sundur. Og þó það tækist að
hlaða þá grindarlausa úr torfl, og gera yfirborð þeirra
þokkalegt með kalklit eða á annan hátt — hvernig færi
þá með hurðir og dyraumbúning í slíkum veggjum? Jeg
held að slíkt gæti ekki blessast.
Mjer virðist aðferð Guðm. G. Bárðarsonar vera álitleg,
ef byggja skal hlöðu, ýms útihús eða gripahús — og
þetta skiftir ekki litlu, — en tæpast nýtileg við íbúðar-
hús, sem hólfa þarf sundur með skilrúmsveggjum.
Timburgöflum vildi jeg þó sleppa, og annaðhvort setja
gluggana á torfveggina eða þakið, eftir því sem hent-
ugra þætti. Aðferðin er í raun rjettri gömul hjer á
landi.
Auðsjáanlega skiftir það miklu máli, að geta gert sjer
glögga hugmynd um það fyrirfram, hve mikið veggir
muni síga og hve lengi. Venjulegir torfveggir norðan-
lands halda áfram að síga til muna í 10 ár, eða því
sem næst, en mjög lítið úr því. Sigið má nokkurn veg-
inn sjá af þykt strengjalaganna í gömlum og nýjum
veggjum, og þau eru langdrægt heimingi þynnri í 50
ára gömlum veggjum en nýjum. Sigið er því afar-mikið,
en hve mikið það yrði á mjög vönduðum vegg úr góðu
efni og vel fergðum, sem altaf hjeldist þur — það veit,
sem stendur, enginn. Ör þessu verða tilraunir að skera,
og er skömm að vjer skulum ekki hafa gert þær fyrir
löngu. Ekki er það heldur óhugsandi, að gera megi torfið
hart og þjett með pressum eða sjerslökum efnum, svo
að það sigi lítið sem ekki; þó er alt enn á huldu um
þetta.
Öll líkindi eru þó til þess, að flest einföld útihús og
peningshús megi byggja grindarlaus, og láta þakið hvíla