Búnaðarrit - 01.08.1922, Page 130
126
BtiNAÐARRIT
2. að þau sjeu greinileg.
3. að þau sjeu handhæg og þægileg.
Alla þessa kosti hefir málið.
Lömbin geta týnt „skrúða" og hvers konar merkjum,
sem fest eru með vír eða snærum í eyru þeirra, eða
utan um hálsinn. Að rispa skorur innan í eyru lamb-
anna, og bera í „tatoveringar“-blek, er seinlegt og óþægi-
legt. Að „tatovera" í eyru lambanna með töng — tölu-
stafi — hefir þann galla, að eyrun munu verða of-lítil.
Töngin þar að auki of-dýr, til að flækjast með út um
hagann í misjöfnu veðri. Að merkja lömbin ekkert, fyr
en um leið og rúið er — ja — þá fengju lambaskinnin
að vera ómerkt eins og áður, víðast hvar. Auk þess er
það stórmikill vinnusparnaður og ergelsis, að hafa lömbin
auðkend, þ e g a r ærnar eru rúðar.
Málun lambanna er víst komin hingað frá Bretlandi.
Að endingu ætla jeg að minna á:
1. að í all-flestum hjörðum eru skepnurnar mjög
mismunandi.
2. að á tiltölulega fáum árum er hægt að gera alla
hjörðina eins og bestu skepnurnar.
3. að til þess verður einungis að hafa bestu — eða
kynsælustu — skepnurnar til undaneldis.
4. að til þess er nauð-iynlegt, að geta þekt fullorðnu
skepnurnar og afkvæmi þeirra nokkurn veginn
nákvæmlega.
5. að einu sinni sagði enskur lávarður og sauð-
fjárræktarmaður:
„Sá, sem ekki endist tíl aö sitja í klukkutíma á
rjettarveggnum, og horfa stöðugt á sömu kindina,
er ekki hæfur til að fást við sauðfjár-r æ k t* *).
1) Leturbreyting eftir mig.
Höf.