Búnaðarrit - 01.08.1922, Síða 111
BÚNAÐARRIT
107
Sennilega er þaö rjett hjá H. J., að betra sje a8 gera
hornin ávöl en skörp, eins og víðast er gert á Norður-
iandi. Þó sjer lítt á þeim þar. Aftur eru það fleiri, sem
telja streng betri en hnaus til veggjahleðslu, en þetta
fer auðvitað mest eftir því, hvernig jarðvegur er. Þaö
er auðveldara að fá sæmilegan streng en hnausa, þar
sem rista er slæm.
e) Hleðsla vegqja. H. J. tekur hið helsta fram. Venju-
lega er gert ráö fyrir því, ef hlaðiö er úr strengjum,
að veggur sje svo mikið bundinn sem svari til þess, að
hann væri sítyrfður við þriðja hvert lag.
Um moldun veggjanna er það yfirleitt að segja, aö
moldin þarf nauðsynlega að vera svo fast stigin eða
saman barin, að hún sje sem jafnþjettust hleðsl-
unum og sigi jafnt þeim. Annars missígur vegg-
urinn og getur bæði sprungið og aflagast. Það er því
óráð, aö stíga moidina mjög, ef hlaðið er úr blautu efni
eða lausu í sjer og lítt signu. Aftur þarf moldin að
þjettast mjög vel, ef hleðsla er úr grjóti eöa grjóti og
torfi. Telja því sumir rjettara að fylla mestmegnis smá-
grjóti og möl í slíka veggi, svo sigið á moldinni í miðj-
um vegg verði minna. Líkt er um þetta að segja, ef
hlaðið er úr þurru efni og vel signu. Norðanlands ijetu
menn sjer nægja með þá þjettingu, sem fjekst við aö
stíga vegginn vandlega, en heyrt hefi jeg að sunnanlands
og austan hafl það verið siður, aö berja veggjamoldina
saman með „veggjasleggju" úr steini, og það svo vand-
lega, að hún hafi mikið til haldið vatni. Bendir þetta á
mjög vandaða veggjagerð, og að hleðslan hafi verið úr
vel signu efni og þurru. Eftirtektarvert er það, að „Bóndi“
segir að smiðjumór innan í grjótveggjum hafi reynst
rakasamur.
Víða er bent á þá sjálfsögðu reglu, að nota stærsta
grjótiÖ neðst í veggina, og láta það svo smækka eftir
því sem ofar dregur. Grjóthleðslan ofan til í veggnum